Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 9
KIRKJURITIÐ 439 Reyni maður að taka starf sitt alvarlega, hlýtur hvert verk- efni — stórt eða smátt — að valda áhyggjum meðan það er í mótun, og jafnvel þar til síðasta liönd er lögð á fullgerða fram- kvæmd. En auðvitað fer slíkt eftir því, Iivernig hver og einn er gerður. Ánægjan er svo fólgin í því, að maður sé sæmilega sáttur við samvizku sína að loknu verki, en engan veginn einhlítt að svo sé, því oft vilja áhyggjurnar loða við mann lengri eða skemmri tíma eftir full unnið verk. Þó verð ég að telja mig liafa verið freinur lánsaman í starfi mínu, og er það þá fyrst og fremst að þakka mörgum ágætum samstarfsmönnum, sem margir hverjir eiga ekki minni þátt í því, sem vel kann að hafa tekizt af þeim byggingarframkvæmd- um, er mér og embætti mínu liefur verið falið að leysa. Þótt forstöðumanni stórrar teiknistofu sé ætlað að leggja höfuðlín- ur að byggingaráformum, er óhugsandi að liann einn taki allan Iieiður af því mikla samstarfi, sem nauðsynlegt er við góða samverkamenn og ráðgjafa, enda þótt maður með nafni sínu beri ábyrgð á þessu samstarfi út á við og gagnvart stofnuninni. Ætti ég svo að nefna einliverjar sérstakar byggingar, er ég liefi liaft sérstaka ánægju af að starfa að, þá get ég ekki neitað því, að þær fáu kirkjubyggingar, sem mér hefur verið falið að móta á síðustu árum, liafa staðið bug mínum næst. Á ég þar einkum við Skállioltskirkju, Langholtskirkju og Kópavogs- kirkju, sem allar eru með mismunandi og ólíku svipmóti, enda byggðar við óhkar aðstæður og skilyrði. Sjálfur er ég ekki að öllu leyti dómbær um, hvort hér liafi vel tekizt. Kirkjubygging er eitt vandasamasta og erfiðasta verkefni, sem arkitekt er falið, og þá um leið liættulegast, ef illa tekst. Hér á landi eigum við engar erfðavenjur í kirkjubyggingu. Torf- og timburkirkjur fyrri alda voru að vísu margar hverj- ar í einfaldleik sínum og látleysi mikil listsmíð, þótt litlar væru og af vanefnum gerðar, en eiga á engan liátt skylt við kirkjubyggingarsmíð og aldagamlar venjur annarra og stærri þjóða í þeim efnum. I kirkjubyggingu fær arkitektinn meiri möguleika til skap- andi starfs en í flestum greinum byggingarlistar. Kirkjuhús er hið ytra og innra fyrst og fremst tákn trúarlegra helgisiða, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.