Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 447 Mörg ölturu og kapellur eru í kirkjunni, enila er hún á við margar kirkjur rúmgóðar. Þarna vann Michael Angelo árum sanian og uppliugsaði stór- fengleg listaverk, var sífellt að verki og varð gamall maður. Þarna vann Rafael einnig í mörg ár og skildi þar eftir sín miklu verk, og gaf lærisveinum sínum frumdrætti að fjölda mörgum listaverkum, sem þeir unnu eftir lians fyrirsögn, því að liann kom ekki öllu sjálfur af, sem liann vildi og hugsaði. Hann tók fleira að sér en liann mátti sjálfur fullna. I lionum hjó ólgandi óró, sem ef til vill hefur að einhverju leyti stafað frá dulinni grunsemd um of skammt líf til þess að festa sinn mikla liugarauð á fleti og í form inn í minningarsali sögunnar. Hann varð ekki gamall maður. En báðir liafa þeir lengst lifað í þeim listaverkum, sem Péturskirkja og Vatikan liafa varð- veitt. 1 Péturskirkju eru myndastyttur Michaels Angelós í yfir- mannlegri stærð. Annars myndu þær sýnast litlar og ekki njóta sín við hæðir hennar og víddir. Minnisstæðast allra þeirrra verka er mér það ineistaraverk M. An., er gerði hann á svipstundu frægan, er hann aðeins var 25 ára gamall. Þetta er Pieta (guðrækni). Það er mynd Maríu Guðsmóður, en hún situr og drúpir liöfði með líkama Krists í faðminum, þá hann hefur verið tekinn niður af krossinum. Þessi stytta er gjörð af hreinum, livítum, mjúkum marmara. 1 þessu verki eru allar línur fagrar og fullkomnar, um leið svo ungar að sjá, að þær vitna glöggt um æsku þess manns, er verkið vann. Á bak við þetta verk og í dráttum þess er ekkert til af lífs- reynslu og æviárum, annað en bernska, æska og ungt líf, sem liggur fram undan. Andblær þessa verks er ungur og Iiimn- eskur. Einnig er mér minnisstætt annað listaverk þessa sama meist- ara síðar. Það er líkneski Jóhannesar guðspjallamanns, nálægt háaltari, liægra inegin, þegar inn er gengið. Fegurð þess er guð- leg. Það er eins og lesa megi himneska opinberun úr æskuleg- um svip þess. Framan við altari páfa undir miðhvelfingu er kapella lítil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.