Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 17
KIRKJURITIÐ 447 Mörg ölturu og kapellur eru í kirkjunni, enila er hún á við margar kirkjur rúmgóðar. Þarna vann Michael Angelo árum sanian og uppliugsaði stór- fengleg listaverk, var sífellt að verki og varð gamall maður. Þarna vann Rafael einnig í mörg ár og skildi þar eftir sín miklu verk, og gaf lærisveinum sínum frumdrætti að fjölda mörgum listaverkum, sem þeir unnu eftir lians fyrirsögn, því að liann kom ekki öllu sjálfur af, sem liann vildi og hugsaði. Hann tók fleira að sér en liann mátti sjálfur fullna. I lionum hjó ólgandi óró, sem ef til vill hefur að einhverju leyti stafað frá dulinni grunsemd um of skammt líf til þess að festa sinn mikla liugarauð á fleti og í form inn í minningarsali sögunnar. Hann varð ekki gamall maður. En báðir liafa þeir lengst lifað í þeim listaverkum, sem Péturskirkja og Vatikan liafa varð- veitt. 1 Péturskirkju eru myndastyttur Michaels Angelós í yfir- mannlegri stærð. Annars myndu þær sýnast litlar og ekki njóta sín við hæðir hennar og víddir. Minnisstæðast allra þeirrra verka er mér það ineistaraverk M. An., er gerði hann á svipstundu frægan, er hann aðeins var 25 ára gamall. Þetta er Pieta (guðrækni). Það er mynd Maríu Guðsmóður, en hún situr og drúpir liöfði með líkama Krists í faðminum, þá hann hefur verið tekinn niður af krossinum. Þessi stytta er gjörð af hreinum, livítum, mjúkum marmara. 1 þessu verki eru allar línur fagrar og fullkomnar, um leið svo ungar að sjá, að þær vitna glöggt um æsku þess manns, er verkið vann. Á bak við þetta verk og í dráttum þess er ekkert til af lífs- reynslu og æviárum, annað en bernska, æska og ungt líf, sem liggur fram undan. Andblær þessa verks er ungur og Iiimn- eskur. Einnig er mér minnisstætt annað listaverk þessa sama meist- ara síðar. Það er líkneski Jóhannesar guðspjallamanns, nálægt háaltari, liægra inegin, þegar inn er gengið. Fegurð þess er guð- leg. Það er eins og lesa megi himneska opinberun úr æskuleg- um svip þess. Framan við altari páfa undir miðhvelfingu er kapella lítil

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.