Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 22

Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 22
452 KIRKJUBITIÐ Sautján ára piltur var óeirðasamur í frítímum sínum og gerði mörg prakkarastrik. Síðast stal hann boga og örvunt og slasaði einn félaga sinn svo, að við lá að hann missti augað. Dómur Iians hljóðaði á þá lund, að í stað þess að hann var vanur að fara þrisvar í viku á kvikmyndahús, skyldi hann láta sér nægja eina slíka ferð og fyrir peningana, sem liann sparaði sér á þennan hátt ætti hann að bjóða tilteknum hlindum manni með sér á sunnudagshljóni- leika í Iiverri viku. Skömmu síðar hafði pilturinn bundizt nán- um vináttuböndum við blinda manninn og lagði allar óspektir á hilluna. Holzschuh leggur ríka áherzlu á að tengja eigi saman brotið og refsinguna, þannig að unglingurinn finni ljóslega að hann sé að friðþægja fyrir yfirtroðslu sína með því að leggja ]iað á sig öðrum til lieilla, sem honum er fyrirskipað. Sjálfsagt er að kvnna sér vel þessi mál og taka það upp sem bezt gefst. Einkennileg örlagaglettni 1 bók sinni um Þorstein Erlingsson, segir höfundurinn, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, á bls. 223: „Gerði Þorsteinn þá lieldur ekki ráð fyrir framhaldi lífsins eftir þessa örskömmu jarðvist? Nei. Hann var að sönnu liand- genginn þeirri hugmynd á unga aldri, áður en trú hans var sett „frá með lögum“ — eins og ljóst verður af tvennum eftirmæl- um hans: um Ólaf hróður hans og Pál Pálsson í Árkvörn. En þess verður ekki vart síðar, livorki í kvæðum hans né bréfum né ritgerðum, að trú á framhaldslíf eigi nein ítök í honum; liún liefur eflaust orðið samferða guðstrú hans út af heimsenda. Hann vissi líka fullvel, að boðun annars lífs var ein liöfuðaðferð klerkastéttarinnar til að halda alþýðu manna í skefjum fyrir yfirvöldin: „óguðlegt athæfi“ af hvaða tagi sem var átti vísa refsingu annars heims. Trú er einkanlega tilfinningamál; en Þorsteini liefur að auki þótt skynsamlegt að liafna eilífu lífi bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Með þeim liætti yrðu menn kröfu- harðari um bærilegt líf á jörðunni — hið eina sem þeir lifðu um allan aldur; og í sama mund var brotinn broddurinn af hót- unum klerkanna“.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.