Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 24
KIRKJURITIÐ 454 Stóð ekki á spurningunum meðan tími leyfði. Einn spurði um búnað kirkna og kirkjuskreytingar, livað rétt mundi og liæfilegt í þeim efnum. Annar vilili vita, livaða játningar stæðu í gildi í kirkju vorri. Þriðji undraðist mismunandi þýðingar postullegu trúarjátningarinnar og Faðirvorsins. Ég leysti úr þessu svo sem mér var unnt og virtist, sem fleiri liefðu viljað spyrja, en að komust að þessu sinni. Mér liefur komið til liugar, hvort ekki kæmi til mála að liafa einliverja slíka spurningaþætti á stöku kvöldsamkomum, sem haldnar væru í kirkjunum. Það er margt í trúmálunum, sem fjölda manns langar til að fræðast um og rökræða og kæmi eflaust upp úr kafinu, ef almenningur ætti kost á fræðslu uni þau efni. Kirkjan má ekki vera prestaveldi Það hefur oft verið henni inest meinið um liðnar aldir. Meira að segja enn á vorum dögum tala margir um kirkjuna eins og hún táknaði eingöngu prestastéttina. En auðvitað bera leikmennirnir kirkjuna uppi og móta kirkjulífið. Hvað, sem líður brestum og vanmætti vor prest- anna, væri kirkjulífið blómlegra, ef lilutur leikmannanna yk- ist. Það sést innan allra kirkjudeilda nágrannalandanna. — Kirkjusóknin er þar ekki öllu meiri víða, en kirkjulífiö fjöl- breytilegra og áhrifaríkara. Því valda margs konar félög og stofnanir, sem leikmenn bera fyrst og fremst uppi. Ymiss konar félagsskapur, einkum fræðslu- og líknarstofnanir. Mér keniur oft til liugar, að vaxandi gengi sumra sértrúar- flokka liér á landi bendi til þess að vér prestarnir séum lielzt til einráðir. 1 sértrúarflokkunum fá hinir óbreyttu liðsmenn langtum oftar tækifæri til að tala og leggja liönd að liinu og þessu söfnuðinum til viðgangs og vaxtar. Margir liafa, sem hetur fer, óslökkvandi atliafnaþrá, sem getur komið kirkjunni að liði. Hinir almennu kirkjufundir áttu að verða til vakningar í þessu tilliti. Þar átti rödd safnaðanna fyrst og fremst að lieyr- ast. En því miður liefur prestanna gætt þar mest. Þessu verð- ur að breyta, ef góð hugmynd á ekki að verða úti. Þýzki kirkju- dagurinn og álíka lireyfingar benda í rétta átt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.