Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 25

Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 25
KIRKJURITIÐ 455 Blindni Bændum er bannað að skipta um heiti á bæjum sínum og taka upp nöfn á nýbýlum án þess að samþykki örnefnanefndar komi til. Og aðeins góð og gild íslenzk nöfn koma þar til greina. Þetta er auðvitað gott og þarft. En það er engu líkara, en að vér áttum oss ekki enn á því, að meginliluti þjóðarinnar býr ekki lengur í sveitunum, heldur fara þar mörg býli í eyði ár- lega. Og jafnhliða fækkar fólkinu á mörgum hinna, sem enn eru í byggð. Samtímis fjölgar þjóðinni ört í þéttbýlinu. Nú er talið að í Stór-Reykjavík búi allt að 100 þúsund manns og að eftir 17 ár verði þar 165 þúsundir, en 300 þúsundir að Iiálfri öld liðinni. Ljóst er, að örlög þjóðarinnar — og tungunnar — ráðast þar nú þegar. En þar þykja ónöfn, sem menn bera sér miklu oftar í munn en bæjarnöfnin góð og gilil. Svo sem þessi, sem ég gríp af handahófi: Cliicli, Ciro, Florida, Pandóra, City Hotel, Lídó. Konum leyfist ljúflega að skrifa sig Arnason, Bjarnason, Jónsson o. s. frv. Og gælunöfnum er breytt í eiginbeiti, ef ein- hverjum býður svo við að liorfa. Og bér má enn benda á þá staðreynd, að fjöldamörgum finnst ekkert atbugavert við það að meira en belmingur landsmanna getur aSeins notið erlends sjónvarps. Mundu menn eins og Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Bjarni frá Vogi, liafa fyllt þann flokk? Ekki séð neinn bæng á því, ef varðveita skyldi tunguna, eins og þeir töldu hana fegursta? Ekki skil ég það. Finn skýrar til liins, sem Þorsteinn Erlings- son segir í bréfi til Guðmundar Hannessonar, 2. des. 1905: „. . . . í lengri ritgjörð mætti Ijósar sýna þjóðinni, bvernig allt er glatað, ef málið er farið og fara á að leita að bókmennt- um okkar aðeins í bókasöfnum á máli, sem bæði afkomendur okkar og allir aðrir gætu aðeins lesið með málmyndafræði og orðabókum. Ég vildi auðvitað gjarnan rísa upp þá til að líta yfir beiminn, en ekki skil ég þá að mér þætti gaman að vera lslendingur“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.