Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 27

Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 27
KIUKJUIUTIÐ 457 Þessi framkvæmdaaðferð hefur gefizt vel í Kaupmannaliöfn í meira en liálfa öld og því vel þess verl að liún sé a. m. k. vandlega hugleidd Iiérlendis, fyrst líkar aðstæður liafa skap- azt í okkar þéttbýli. Eitt er víst: Messustaðurinn má ekki vera utan sóknar, eins og jafnvel hefur borið á gónia. Með því móti verður presturinn sjálfur að hálfu utan garðs í sínum eigin söfnuði. Fleiri annmarkar hlasa líka svo við sjónum, að óþarft er að nefna þá. Christina liusta: Einn af hinum (Jóh., 10, 16). Þótt gleymdist margt frá gengnum ævidögum eg geymdi trútt í minni eitt um þig: Þú sagðir: „Eg á líka aðra sauði“, og einn í þeirra liópi taldi eg mig. Þeir hlýðnu og spöku höfðu úr nægu að moða og húsum sjaldnast viku að ráði frá. Eg var að vísu rúinn reglulega, en rakaskánum tórði löngurn á. Svo kom að því, að fór eg einn til fjalia og flæktist þar uin sanda og brunahraun, þá vaktist mér í sjúku hjarta og sinni þín sögn um það, að leita mín í raun. „Hann braut sitt lieiti“, þylur þeyr í eyra, er þreyttur leggst eg fyrir hinzta sinn. En jafnskjótt skrjáfar lágt í visnu laufi. Svo lít eg upp. Þar kemur vinur minn. (G.Á.).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.