Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 32
Pétur Sigurðsson:
Burðarásarnir tveir
„Hver þjóð', sem í gæfu og gengi vill húa,
á gnð sinn og land sill skal trúa“. E. fíen.
Þessar setningar eru meðal liinna dýrustu í hinu mikla kvæði
Einars Benediktssonar Aldamót. Þær eru sama efnis þess, sem
annað góSskáhl söng þjóS sinni:
„Trúffu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta lier:
GuS í allieims geimi
Guð í sjálfum þér“. — St. Tli.
Þessi trú á Guft' og föðurlandið eru hurðarásarnir tveir í þjóð-
félagsliöllinni, bili þeir, verður geigvænlegt lirun.
Við erum tveggja heima börn, þurfum að eiga trú á þá háða
—- heilbrigða, sterka og lijartgróna trú. Sú þjóð, sem hlustar á
raddir spámanna sinna er hyggin. Góð skáldin okkar liafa ver-
ið að vissu leyti spámenn þjóðarinnar. Um síðustu aldamót var
rödd þeirra vekjandi og sterk, og þá þurfti þjóðin að vakna
og vinna sigra, mikla sigra á mörgu: Ófrelsi, fátækt, sjúkdóm-
um, kjarkleysi, áfengisböli og fleiru. Þá orlu skáldin okkar í
eldmóði innblásin og vekjandi kraflakvæði, ekki sízt um trúna
á iandið og framtíðina, og á Guð landsins, eins og hér var þeg-
ar bent á. Þá orti glæsimennið og foringinn Hannes Hafstein:
„Aldar á morgni vöknum til að vinna,
vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna.
Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna,
takmark og lieit og efndir saman ]>rinna ....