Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 33

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 33
KIRKJURITIÐ 463 Sú kemur tíð, að upp af alda livarfi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aftur gróðrar farfi . .. . Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bætast liarmasár þess liorfna, liugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna“. Þetta söng þjóðin, ungir og gamlir vöknuðu, fylllust eldmóði og gerðu að kjörorði sínu: „Islandi allt“. Ekki: mér allt, heldur íslandi allt. HvaSa söng syngur þjóðin nú? Ætli góðskáldið Örn Arnarson liafi ekki séð skuggalega blikur á lofti, þegar bann orti: „Þar eigingirni er í ráðum, öll eru verk á sandi byggð. Upp er skorið sem við sáðum, sáð var þekking, ekki dyggð. Ur síngirninnar þúsund þráðum þjóðmenning er snara tryggð“. Vissulega! Úr eigingirninnar þúsund þráðum má snúa bverri þjóð og þjóðmenningu bengingaról, og sé eigingirnin ráðandi aflið í félagsmálum manna, þá eru öll verk þeirra á sandi byggð, liversu hátt sem skvaldrað er um þekkingu og vísindi. Ef dyggð- ina skortir, dyggðina, sem sprottin er af liinni tvíefldu trú, trúnni á Guð og fósturlandið, þá er á sandi byggt og hruninu boðið heim, það liöfum við nútímamenn séð, sem lifað böfum tvær heimsstyrjaldir, séð Jijóðirnar hrapa og auðæfum þeirra „blásið burt“, eins og spámaðurinn sagði fyrir. Á nýafstaðinni Hólahátíð sagði prófasturinn þar, Björn Björnsson, í ræðu sinni þessi orð: „Engin öld hefur ef til vill leitt skýrar í ljós, stundum með óbugnanlegum dænium, þann sannleik, að guðlaus menning, sem nær eingöngu til vitsins, en gleymir bjartanu, missir marks, smíðar sjálfri sér líkkistuna“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.