Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 41

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 41
lUlíKJURITIÐ 471 málum áleiðis og lirinda þeim í framkvæmd. Kvenfélagið átti frumkvæðið að byggingunni, stóð margsinnis fyrir fjársöfnun- um og lagði fram fé úr eigin sjóðum, þ. á m. til kaupa á dregli þeim, er prýðir kirkjugólfið frá dyrum og inn að kór. Innileg- ar þakkir fyrir allt þetta fórnfúsa starf ykkar. Þá hefur kirkjukórinn ákveðið að gefa kr. 5.000,00 til hljóð- færakaupa og lireppsfélagið veitti kr. 25.000,00 til kirkjubygg- ingarinnar og sýndi einnig ótvíræðan hug sinn til þessarar smíði. Kærar þakkir fyrir þessar liöfðinglegu gjafir. Jón og Grétar Björnsson máluðu kirkjuna innan og skreyttu liana fagurlega. Yið þökkum ágætt starf þeirra. Kirkjubyggingarnefnd svo og fyrrverandi og núverandi sókn- arnefnd þakka ég dugmikil störf í þágu kirkjubyggingarinnar. Hjá þessum aðilum hefur mikill einhugur verið ríkjandi og lifandi áhugi á |>ví, að þetta verk mætti ganga bæði fljótt og vel. Þá vil ég þakka hjartanlega öllum þeim vinum þessarar kirkju, bæði burtfluttum Lunddælingum og öðrum, er lagt Iiafa starf og fé af mörkum eða fært kirkjunni gjafir. Vissulega voru þær kærkomnar og vel þegnar, en ekki síður var okkur mikils virði, uppörvun og hvatning sá vinarliugur til kirkjunn- ar, er að baki þeirra bjó, tryggð og ræktarsemi við æskustöðv- ar og heimabyggð. Nefndar skulu nú þær gjafir, sem horizt liafa og mér er kunn- ugt um. Sóknarnefnd kirkjunnar hefur borizt bréf ásamt minn- ingargjöf að upphæð kr. 10.000,00 til kirkjunnar frá sjö systr- um, ættuðum frá Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal. í bréfi þessu segir m. a.: „Þetta litla framlag okkar sjö systra á að skoðast sem minningargjöf um foreldra okkar, Elísabetu Gisla- dóttur og Magnús Gunnlaugsson og bræður okkar Árna og Ár- mann Magnússyni, sem öll eru látin.......Við óskum að láta þess getið, að helgustu minningar okkar frá æskudögum eru bundnar Lundarkirkju. Þar ljómuðu fegurstu ljósin, þar nut- um við trúarlegs styrks hjá ágætum presti og þar unnu flest okkar barnanna fermingarlieit sitt. En nú liafa forlögin fært okkur fjarri þessum kæru æskustöðvum . .. .“ Þá hefur kirkjunni borizt ný númeratafla ásamt rúmum 1.800,00 kr. í sparisjóðsbók, sem er gjöf frá Sólveigu Guðmunds- dóttur frá Snartarstöðum, Laufásvegi 75, Reykjavík. Á töfluna er ritað: Til minningar um hjónin, Þórdísi Pétursdóttur og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.