Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 45

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 45
Frá hinum almenna kirhjufundi Hinn fjórtándi almenni kirkjufundur var lialdinn í Reykja- vík og í Skálholti dagana 25.—27. október 1963 Aðalmál fund- arins var: Kirkjulegur lýðliáskóli í Skálliolti. Helztu álitsgjörðir fundarins voru þær, sem hér fara á eftir: 1. Um SkálholtsstaS var samþykkt eftirfarandi: 1. Hinn 14. almenni kirkjufundur fagnar því innilega að Skál- holtsstaður liefur verið afhentur með öllum gögnum og gæð- um Þjóðkirkju Islands til fullrar eignar og umráða. Fundurinn leyfir sér að færa þakkir öllum þeim, sem stuðlað hafa að end- urreisn Skálholtsstaðar, sér í lagi upphafsmanni þess máls, svo og Alþingi Islendinga og ríkisstjórn fyrir aðgerðir sínar í mál- inu. 2. Hinn 14. almenni kirkjufundur treystir biskuj)i Islands og Kirkjuráði til að setja skipulagsskrá fyrir Skálholtsstað sem sjálfstæða stofnun innan kirkjunnar, svo þegar frá upphafi verði mörkuð framtíðarstefna um framkvæmdir ]>ar og leitast á þann liátt við að komast hjá árekstrum og mistökum. 3. Hinn 14. ahnenni kirkjufundur telur það verkefni mest aðkallandi í Skálholti að þar verði stofnaður kirkjulegur lý&- háskóli, sem hafi það hlutverk að gefa íslenzkum æskulýð kost á fræðslu á trúarlegum, siðferðislegum og þjóðernislegum grundvelli, svo og nauðsynlega þjálfun í leikmannastarfi til eflingar kirkju Krists á Islandi. 4. Hinn 14. almenni kirkjufundur vottar innilegar þakkir þeim erlendum vinum Islands og kirkju Krists á Islandi, sem liafa sæmt Skálholtsstað góðum gjöfuni, og biður þeim blessun- ar Guðs. Einnig þakkar hann þau tækifæri, sem íslenzkum ungmennum hafa verið gefin með því að þeim hefur verið gef- inn kostur á námi í lýðháskólum frændþjóðanna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.