Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 50

Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 50
480 KIRKJUItlTlÐ Merkilegt framtak Magnús Sigurðsson, skólastjóri í Reykjavík hefur látið gera kvikniynd, sem sýnir á áhrifamikinn luítt ýmsa drætti æsku- lýðsvandamálanna. Þar sést m. a. ljóslega hvers vegna sum börn læra að stela af líkum sökum. Og enn stiikkva sumar stúlkur dragast aftur úr í skólunum sakir slæmra lieimilishátta. önnur út á glapstigu vegna þess að þær sjá svo ljótt fyrir sér og eiga svo illt heima. Auðvitað liggja miklu fleiri ástæður til þessa, en þarna eru sýndar — en mest veltur á að mönnum sé ljóst að syndir feðranna — og liinna fullorðnu koma niður á börn- unum. Mynd Magnúsar leiðir mönnum líka fyrir sjónir livað gert er spilltum unglingum lil hjargar bæði erlendis og hérlendis. Hið síðara er enn alltof lítið. Yonandi herðir þessi mynd mjög á því að hafizt verði myndarlega handa um það, sem allir eru raunar á einu máli um að sé óhjákvæmilegt að gera til umbóta í þessum efnum. Framtak Magnúsar Sigurðssonar er einstakt og lýsir átakan- lega liversu hann ber hag liinna vegvilltu fyrir hrjóstinu. S. Á. Bækur ÞVl GLEYMI ÉG ALDREI. 2. bindi. Kvöldvöknútgájan, Akureyri 1963. Stultar frásagnir og leifturmyndir, sem margar vcriVa lesandanum minn- isstæðar. EfniviiVurinn margvíslegur. Sigurður Nordal, prófessor, segir snilldarlega frá því, er hann frétti aiV heimsstyrjöldin fyrri hefiVi hrot- izt út. Guðinundur Böðvarsson lýsir ineð skýrum hætti myrkfælni drengs, sem sendur var milli hæja. Dapur- leg er minning Stefáns Jónssonar, rithöfundar um óvænt andlál bróiV- urins. I’rásagnir Ólafs Jónssonar af hjörgunarleiðangrinum suður a Vatnajökul og Jónasar Guðmunds- sonar af fluginu, þegar hreyflarnii' hiluðu, vekja til umhugsunar. Myn'l séra Emils Björnssonar af árásinni a Alþingishúsið gerir það líka, þ°" af öðrum toga sé spunnin. Jónas Jon- asson frá Hofdölum og fleiri segja frá dularfullum viðburðum. Ýnisir góðir þættir eru enn ónefndir. Svona liækur eru vinsælar og ausa af hrunni, sem seint þverr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.