Alþýðublaðið - 12.05.1923, Page 1

Alþýðublaðið - 12.05.1923, Page 1
GefiO út af Alþýdnflokkniim 1923 Laugardaginn 12. máí. 105. tölublád. ’Lefkféiagr Reykjavikup. Æfintýri á gðngufðr verður leikið annað kvöld kl. 8. — Aðgöngu- miðar seldir á laugardag frá kl. 4—7 og á sunnudag frá kl. 10 — 12 og eftir kl. 2. Aí Ieiksloknm. 20 og 14 J>ingmenn „finna ebki ástæðu“ til vantrausts. Stjórnar an dstæ ðin gar að eins 5. Þingsályktunartillaga sú um vantraust á stjórninni, er Eiríkur Einarsson flutti í sameinuðu þingi, hljóðaði svo: »Alþingi ályktar að iýsá yfir vantrausti á stjórn þeirri, er nú fer með völd í lándinu.í Á árdegisfundi í sámeinuðu þingi í gær var samþykt að hafa eina umræðu um tiilöguna, og fór sú u nræða fram í gærkveldi. Ólíkt því, sem vant er, þegar vantrauststillaga er á ferðinni, voru umræður fremur .daufar. Flutningsmaður mælti með sam- þykt tlllögunnar og áyítaði stjórnina, að vísu fremur iinlega, og í annan stað kvað haíin þingræðislega nauðsyu að fá að vita, hvort stjórnin hefði meiri hluta við að styðjast. Þorleifur Jónsson skaut skiidi fyrir stjórn ina með svo hijóðandt rökstuddri dagskrá: »Með því að Alþingi hefir nú staðið nærfelt 3 mánuði, þihg- lausnir ákveðnar og kosningar fytir dytum, finnur þingið ekki ástæðu til að afgreiða þessá tiilcgu og tekur því fyrir næsta mál á dtgskrá.c Þótt rökstuðning þessarar dag- skrár væri nokkuð tímabundin og sámhengið ekki sem ijósast miili ástæðu og athafnar, þá mæiti .flutningsmáður með því að samþykkja hana. Mun þessi dagskrá og hafa verið borin fram af stuðníngsflokkum stjórnarinn- ar, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur.um. Áf hálfu hins eig- iniega aítu-haid-iiok-í 5, hvíta bandalagsius eða hvt si það nú neitir, talaði Magnús Gaðmunds- son, og varð ekki betur heyrt en hann verði stjórnina, enda kvaðst hann ekki myndu greiða atkvæði með vantrausti né he'd- ur dagskránni. Forsætisráðherra hélt uppi vörnum fyrir stjórnina, og lýsti hann yfir því, að hann teidi dagskrána fulla trygging þess, að þingræðið varðveittist, þ. e. að hann liti á hana sem traustsyfirlýsingu. Að lokinni uroræðu var dag- skráin borin undir atkvæði að viðhöfðu nafnakalli og samþykt með 20 atkvæðum gegn 5; 14 greiddu ekki átkvæði fyrir utan íorsætisráðherra, og 2 voru ekki viðstaddir. Já sögðu: Einar Árna- son, Guðm Gtlðfinnsson, Guðm. Ólafsson, Gunnar ■ Sigurðsson, Hjöttur Snorrason, Ingólfur Bjarnason, Jónas Jónsson, Karl Einarsson, Lárus Helgason, Pétur *t>órðárson, Sigurður Jónsson, Stefán Stefánsson, Sveinn Ólafs- son, Þori. Guðmundsson, Þorl. Jónsson, Þorst. M. Jónsson, Magnús Kristjánsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi og Björn Hallsson. Nei sögðu: Ei- ríkur Einarsson, Jakob Mölier, Jón Baldvinsson, Magnús Jóns- son og Magnús Pétursson. Þeir, sem ekki greiddu atkvæði, voru: Einar Þorgilsson, Halldór Steins- son, Ingibj. H. Bjarnason, Jóh. Jóhannesson, Jón Auðunn Jóns- son, Jón Magnússon, Jón Sigurðs- son, Jón Þorláksson, Mágnús Guðmundsson, Ólafur Proppé, Pétur Ottesen, Sig. H. Kvaran, Þórarinn Jónsion og Björn K' istjónsson. Fjarstaddir voru Sú þriðja hefir farið sigurför um allan heim. Söguútgáfan, Reykjavíko Sigurður Stefánsson og Hákon Kristófersson. Niðurstaðan af þessari ein- kennilegu Iiðskönnun í þinginu er þá sú, að að eins 5 þingmenn eru með því að lýsá yfir van- trausti á stjórninni; 20 þingmenn »finna ekki ástæðu< til yantrausts og 14 taka sér sömu aðstöðu se.m sjilfur forsætisráðherrann, sem nærri má geta hvort ekki treystir stjórninni, enda hefir s'jórnin bersýnilega tekið áðferð þeirra sem vitni um traust, þar sem hún sagði ekki af sér, þótt sumir þeirra, er með d tgskráuni voru, svo sem t. d. Magnús Kristjánsson, lýstu yfir því, að í því fælist ekki neitt traust af ' sinni hálfu. En hvað sem öðru líður, hve miklu sem tapað er fyrir ýmsa við þessa meðferð á þingræðinu, er eitt unnið: Með henni er í tveim dráttum dregin upp skýr- asta myndin, sem völ er á, af stjómarfarinu í landinu, og þessir drættir eru: vesalt þing og lítilr þæg stjórn. , Þrátt fyrir alt verður þessi óviljandi einkenning líklegamesta afreksverkið, sem eftir þingið liggur, og því er svo ítarlega frá þessu sagt hér. »Fátt er svo ilt, at einugi dugi,< rætist nú á þinginu, og er það þó betra en ekkert. i-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.