Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 40
KIRKJURITIÐ 134 allt slíkt jákvætt starf, — eins og félagsstörf yfirleitt fyrir öll aldursskeið, enda mála sannast, að prestinum standa liér víða opnar dyr. f þessu sambandi vil ég þó leggja áherzlu á það, að hann verður hér að kunna sér lióf, — þekkja takmörk sín og tak- markanir. Hann er ekki vígður til hvers sem vera skal. Hlut- verk prestsins sem slíks er að prédika Guðs orð, iðka almenna sálusorgun, þar með nauðsynlegar heimsóknir á lieimili og í sjúkrahús, — og svo kristileg uppfræðsla æskulýðsins. Prest- arnir em sem sagt ekki til þess kallaöir að verða einhverjir alls- lierjar skemmtanastjórar þjóðarinnar eins og komizt hefur verið að orði um hlaup einstakra presta eftir einliverju því, er réltlæta megi tilveru kirkjunnar. Auðvitað er ekki liægt að setja liér neinar allsherjar reglur, hæfileikar og gerð prestanna er svo margvísleg, — og auðvitað er æskilegt að allar náðargáfur nýtist, en jafnvel þótt svo kunni að vera litið á í Ameríku og víðar, ])á getur það eðli málsins samkvæmt ekki orðið neitt markmið í sjálfu sér, að kirkjan sem slík sé gerð að einhverri alls herjar félagsmálastofnun. Vissulega þurfa áhrif kirkjunnar að ná til allra sviða mann- legs h'fs, en ekki endilega þannig að prestarnir séu að vasast í öllurn mögulegum og ómögulegum hlutum, lieldur þannig að hörn kirkjunnar beri kristin álirif með sér, hvar sem leið þeirra liggur, en það verður því aðeins, að þau ræki samfélagið við Guð eftir þeim leiðum, sem liann sjálfur liefur bent á: Heyri lians orð, — lifi bænalífi og liafi sakramentin um liönd, — þ. e. a. s. sæki messuna, -— ræki sína trú, og eins og ég hef lagt megin- áherzlu á, þá lít ég svo á, að liöfuðtilgangur fermingarundir- búningsins og fermingarinnar sé einmitt að gera uppvaxandi kynslóð þetta eðlilegt og aðstoða liana lil þessa. Gamall, inargreyndur maður og innilega trúaiVnr, lá fyrir dauðanum. Vinur lians, seni sat við sængurslokkinn, spurði: „Hvernig hugsarðu td viðskilnaðarins?“ Hinn hrosti við og svaraði: „Mér finnst jiotta vera kviild fyrir stórhátíS". — (Sœnsk sögn).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.