Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 32

Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 32
KIRKJURITIÐ 366 syni, seinna borgarstjóra í Reykjavík. Öllum, sem heyrðu, er minnisstætt hið frábæra tón lians og eins, er bann söng með sálmana við messugerðir. Mátti þá glöggt greina liina hljóni- miklu bassarödd prestsins um alla kirkju. Engum vafa er und- irorpið, að liann befði náð langt á því sviði, ef bann liefði lagt stund á söngnám. Kynni af mínum gamla sóknarpresti liófust að verulegu leyti, er ég varð prestur á Raufarliöfn og hann þá prófastur minn. F1 jótt kom í ljós, að hann var skyldurækinn um skýrslugerðir allar. Fasmikill var liann við framkvæmd embættisverka. Af stakri kostgæfni sinnti hann embættisfærslum, var skrifstofu- maður ágætur og bókhald lians var allt til fyrirmyndar. Þar naut sín meðfædd snyrtimennska, sem og var áberandi í klæða- burði lians og híbýlaprýði á prestssetrinu. Hann bar mikla virð- ingu fyrir embætti sínu og var einn þeirra gömlu embættis- manna, sem aldrei gleymdu liinum forna akademiska anda og gamalklassisku stúdentshugsjón. Á stúdentsárunum hreifst sr. Þórður af sálarrannsóknum og mun liafa sinnt þeim málum nokkuð. Hann var einlægur spín- tisti og í predikunum bans kom glöggt fram barnsleg sannfær- ing um annað og betra líf annars lieims. Sr. Þórður lifði tíinana tvenna um búskaparliææti sveita- presta. Framan af árum hafði hann nokkuð fjárbú enda þ;1 auðvelt að fá fólk til þeirra starfa. Seinni árin varð hann að ininnka bú sitt, sökum fólkseklu, en leitaðist við að nýta hlunn- indin, reka og æðarvarp. Sem að líkum lætur um mann, er jafnlengi og sr. Þórður bafði verið þjónandi á einum og sama stað, þá var lians meira og minna saknað af sóknarbörnum lians, er liann fékk lausn frá embælti fyrir réttum ellefu árum. Hans var saknað sem bins virðulega prests, sem eftir beztu getu vildi standa vel i stöðu sinni, og þá ekki síður sem liins barnslega góðmennis, sem öRum var lilýtt til, er náin kynni fengu af lionum. Eu þegar ég nefni bið barnslega í fari lians, þá liefi ég nefnt það, sem einkenndi liann allt frá því ég kynntisl honum fyrst, ungur sveinn í foreldralmsum og þangað til ég síðast átti tal við hann, nokkru áður en liann lézt. Og liið barnslega í eðli hans, styrkt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.