Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.01.1967, Blaðsíða 12
6 KIRKJUIiITID áður, breyta til um lífsvenjur, gangast undir vald yfir sam- vizku sinni, sem er skilyrðislaust. Og þetta er ekkert aðlaðandi. Þetta er ekki lokkandi á tímum |)ægindanna, ekki freistandi eins og kosningastefnuskrá hjá snjöllum flokki, þar sem öllu er lofað öllum og einskis krafizt af neinum háttvirtum kjós- anda. Fyrsti morgunn ársins, nýársdagsmorgunn, er sjálfsagt flest- um stundum óhagstæðari til þess að ná áheyrn með slík alvöruorð. En vera má, að þessi morgunn sé að því leyti rétt mátu- legur fulltrúi liinna annarra daga, sem á eftir koma. Eða er það ekki svo flesta daga að kirkjan fær daufa áheyrn? Hvað veldur? Ég ætla mér ekki þá dul að svara því. Það eru líka fluttar svo margar ræður um það og orsakir fram taldar og sums staðar eru skrifaðar um þetta bækur. En ég ætla að leyfa mér að nefna eitt gamaldags orð, sem kannski svarar ekki öllu, en það svarar sönnu til, svo langt sem það nær. Og orðið er: Andvaraleysi. Andvaraleysi, hvað er það? „Sá, sem hirðir ekkert um sálu- lijálp sína, er andvaralaus“, segir hinn gamli, kristni barnalær- dómur, Helgakver. Slíkur maður sefur hættulegum svefni. Hvernig er lionum farið? Hann hugsar: Einu gihlir, livernií; ég lifi, það skiptir mig einan, það er ekkert uppgjör í vændum, eða ef það er fram- undan, þá er nægur tími að huga að því, jafnvel eftir dauð- ann verða einhver ráð að leiðrétta sig. Ég kemst vel af með mig og mitt, engu miður en þeir, sem hiðja og sækja kirkju oj; lesa Biblíuna. Ég hef mína trú fyrir mig — og það þýðir: Ég bý mér til trúna mína og guð m'nn sjálfur og læt mér duga. Menn orða ekki lilutina svona. En þetta er liin dulda hug- arafstaða andvaraleysisins. Það er hún, sem veldur |)ví frá- hvarfi fjóldans frá virkri þátttöku í kristinni guðsdýrkun og trúariðkun, sem vissulega er augjóst. III. Oft er á það bent, að trúmálaáhugi sé samt talsverður og gjarnan er kirkjunni ráðlagt að gleypa hverja flugu, sem flögr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.