Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1967, Side 50
Minningarsjóður um forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur Hinn 23. febrúar 1965 stofnaíVi Forseti Tslamls lierra Ásgeir Ásgeirsson, börn hans og tengdabörn, minningarsjóS um forsetafrú Dórn Þórballsdóttur, og liafa ]>au nú lagt fram allt stofnfé sjóðsins kr. 300.000.00. Tilgangur sjóðsins skal vera að reisa Minningarkirkju á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar á Rafnseyri við Arnarfjörð. Auk stofnfjárins liafa sjóðnum ]>egar borizt nokkrar minn- ingargjafir. Sjóðurinn er í vörzlu biskupsembættisins, og er gjöfuni til bans veitt viðtaka í skrifstofu biskups að Klapparstíg 27. Biskupsstofa Æskulýðssálmur TIGNIÐ þann Guð, sem hefur öld af öld andríkiskrafti magnað þjóða fjöld til þess að leita lifsins æðsta kjarna, ljósmetta sálir allra heimsins barna, vekja og efla sannar dagfars dyggðir, deyfa — og eyða — hvers kyns viðurstyggðir. TIGNIÐ þann Guð, sem beinir hæzt i hæð hugsunum manna — ofar duftsins smæð lifið að bæta, fegra, göfga, glæða góðvild og samúð, hjartasárin græða, skapa úr draumsýn bjarta byggð á jörð, bræðralags samkór, virka kærleiks hjörð. Magnús frá Skógi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.