Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 3
Gunnar Árnason: Sighvatur Grímsson Borgfirðingur Hskólagengnir alþýðumenn liafa um aldirnar lagt meira af Uiórkum til íslenzkra fræða en metið verður og þakkað að verð- leikum. Og sé gætt þeirra aðstæðna, sem flestir þeirra bjuggu \'ið verða afrek þeirra enn furðulegri. Svo er um tvo sérstæðustu og afkastamestu fræðaþuli 19. ald- ar5 þá Gísla Konráðsson og Sighvat Grímsson Borgfirðing. Ævi °g örlög beggja voru sviplík. Báðir urðu að vinna hörðum köndum á landi og sjó frá barnsaldri og fátæktin var fylgikona ^eggja til binzta dags, þó söfnuðu báðir í tómstundum svo 'tiiklum fræðasjóði að úr bonum verður ausið um ókomnar aldir. Þótt Gísli væri forgöngumaðurinn og Siglivatur nyti Verka lians rýrir það ekki dáðir liins síðarnefnda. Og með höf- u^riti sínu: Prestaœvir á Islandi befur Siglivatur lagt svo gild- 311 þátt til kirkjusögu íslands, að það má vart kallast vanvirðu- kuist hversu lítið því liefur verið á lofti haldið og er lítt kunn- llgt flestum öðrum en grúskurum. Hér verður ekki úr því bætt. Einvörðungu stuttlega stiklað a t'okkru m æviatriðum Sigbvatar og birt örlítið sýnisliorn af þessu stórvirki lians, sem þrátt fyrir auðskilda ágalla vex ftanni þeim mun meir í augum, sem því er kynnst nánar. Viðurnefni Siglivatar segir glöggt til um ætt bans og upp- runa. Hann fæddist í Nýjabæ á Skipaskaga 20. desember 1840. 13

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.