Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 16
KIRKJURITIÐ 206 Á skírdagskvöld og í myrkri þeirrar nætur, sem í liönd fór, er teningunum kastað. Óvinir lians binda það fastmælum, að þurrka líf hans út. Munni hans skyldi lokað til fulls, rödd hans ldjóðna, saga lians upp frá þessu heyra gleymskunni til. Aí djöfidlegri kænsku er netið riðið. Upp frá þessu útti fyrirlitn- ing og háð að verða hlutskipti livers þess manns, sem liygðist ákalla nafn lians. Utlitið var óneitanlega ekki bjart fyrir fámennan lióp í lít- illi loftstofu. Annars vegar einmana farandprédikari með 12 úrræðalausa áhangendur og í þeirri keðju einn brostinn lilekk. Hins vegar hamrammur kraftur gyðinglegrar heiptar, steyttir linefar vitsmuna og yfirráða, sem liöfðu að bakhjarli rómverskt vald. En samt er að hefjast þarna gegnum píslir og kvöl ein- liver stærsta sigurganga, sem um getur í allri veraldarsögunni. Hvert orð, sem sagt er, í þessum litla hóp, stendur meitlað óaf- máanlegum stöfum í sögunni, er óþrjótandi uppspretta svöl- unar fyrir syndugan mann, viðreisn liinna föllnu, von og liugg- un allra þeirra, sem eru að hugast undan þunga þessa lífs- Um leið háleitur leyndardómur, sem ekki verður bundinn x guðfræðilegt kennikerfi. Það leiftrar af liverri setningu eins og lýsandi stjörnu. Brot þeirra geisla nægja til að skapa lielgx, brjóta fjötra, fylla liarmslegið hjarta aftur gleði, gera liinn lítilsiglda að stórmenni, niðurlægja þann hrokafidla, gefa þeim trú sem er í þann veg að bugast. Yið skulum stikla á stóru: Og hann tók brauð blessaði og hraut það og gaf þeim og sagði: Takið, þetta er líkami minn. Og hann tók bikar og sagði: Þetta er sáttmálablóð mitt. Og staddur í Getsemane um nóttina segir hann: Yakið og biðjið svo þér fallið ekki í freistni. Síðan koma orðin á krossinxim, hver setning lieill heimur djúprar vizku, og háleits kærleika. 1 þjáningu lians opnast augu manna fyrir því, fyrst hvílíkur munur er á honum og öllum öðrum. Píslir, sem eiga að niður- lægja liann, skapa honum himneskan sess um ár og aldir, opin- bera heiminum guðlegan uppruna lians, varpa nýrri birtu yfxr allt starf hans, guðssonareöli hans. Og jafnframt hvílík for- dæming fylgir því, að berjast gegn því ljósi, sem Iiann var sendur til að tendra hér á jörðu. Gildi þeirrar fórnar, sem færð var, má einna bezt túlka í þessum orðuin: Blóð Krists, bikar lífsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.