Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 22
KIRKJURITIÐ 212 meðalið. Það geta allir séð af sögu frumkristninnar. Þá var þa$ krafa til hvers manns í söfnuðinum að hann léti ekki svívirði- legt orð hða af vörum sínum og lifði flekklausu lífi. Hreinlíf1 kristinna manna stakk mest í stúf við siðleysi almennings. Þa duldist ekki að kristin trú var til mestra mannbóta. Svo þarf enn að vera. Stingu-m ekki höfSinu í sandinn Alda vaxandi eiturlyfjaneyzlu fer leynt og ljóst yfir Norðui'- lönd. Fyrst fyrir skömmu síðan hafa menn almennt gert ser ljóst að þegar er komið í mikið óefni. Að vísu deila menn um hversu skaðleg þau lyf séu, sem enn sem komið er haf*1 náð mestri útbreiðslu. Þeir eru til, sem telja þau ekki öll verri en tóbak og áfengi, né erfiðara að losa sig úr viðjum þeirra. Flestir munu samt á þeirri skoðun að bölvald þeirra sé ogn- þrungið. Því eru þau kölluð deyfilyf að þau sljófga nienn- Vekja þeim liillingar í fyrstu og þó skammæjar. Veikja líkanis- þróttinn og svæfa samvizkuna smám saman. Mergsjúga menn þannig líkamlega og andlega. Hvers vegna er þessu laumað inn í löndin og lokkað ofa11 í æskuna og aðra, sem veikir eru fyrir slíkum freistingum- Vegna þess að það er gróðavegur. Og stæk ágirnd logandi græðgi svífst einskis liafi það fjárhagslegan ávinning í för nH'ð sér. En fleiri en lierfangar lyfjanna líða. Ekkert er góðum f°r' eldrum þyngra böl en að liorfa upp á börn sín fara vill vegar' ins og enda í eymd og volæði, hvað þá í fangahúsum eða h® " um fyrir mannleg lirök. Með réttu er oft á það bent að vér séum komnir í þjóðbraut, Islendingar. Og það liefur sína kosti og galla. Sú ólyfjan og mannspilling, sem hér er nefnd herst liing111 eins og hver annar faraldur. Við því verður ekki spornað. E11 vér getum hindrað verulega útbreiðslu hans, ef tekin eru r:1 í tíma og þeim framfylgt vægðarlaust. Svíar voru tómlátir iun þessi mál fyrst í stað. Síðan opnuðust á þeim augun. Og nú taka þeir á þeim hörðum liöndum °S sér þegar nokkur merki þess að baráttan er ekki árangurslaus- En því fer fjarri að verulegur sigur sé unninn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.