Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 28
Pétur Sigurgeirsson: Bréfaskóli ÆS.K. - í Hólastifti Stofnbréf Bréfaskóla Æ. S. K. Nýjung í æskulýðsstarfinu má það teljast, að stofnaður hefur verið bréfaskóli hjá Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hóla- stifti, og var sú ákvörðun tekin á 7. aðalfundi sambandsins, sem baldinn var í Grenivík í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi sl. baust. Hér er um að ræða bréflegt samband við börn í formi sunnu- dagaskóla. Fá börnin sent eitt bréf á mánuði, þar sem þau fa helgimynd með skýringum, sögum og öðru lesmáli, sem snertir sunnudagaskólastarf. Starfsemin liófst til þess að gefa börnunn þar sem ekki er aðstaða til venjulegs sunnudagaskóla, kost a að taka þátt í slíkum bréfaskóla. Þegar liafa um 200 börn víða á Norðurlandi gerzt þátttakendur og fengið fyrsta bréfið, sem er með Kristsmynd og birtir ávarp frá biskupi íslands herra Sigurbirni Einarssyni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.