Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 30
220 KIRKJURITIÐ Verkefni fyrir 8—10 ára: 1. Teldu upp 10 gjafir Guðs til mannanna og teiknaðu 5 Jieirra, t. d. sólina, blóm, stjörnur o. s. frv. 2. Teiknaðu kirkjuna þína og segðu, til hvers hún er notuð. 3. Hvernig er fyrsta versið í sálminum, sem er númer 643 í sálmabókinni? 4. Númer hvað er sálmurinn: „Ó Jesú, bróðir bezti“ í sálma- bókinni? 5. Hver orti þjóðsönginn okkar Islendinga? Verkefni fyrir 11—12 ára: 1. í livaða tvo aðallduta skiptist Biblían? 2. 1 hvorum þeirra er aðallega sagt frá Jesú? 3. Lýstu kirkjunni þinni að innan og teiknaðu 4 liluti, seni þar eru. 4. Um hvað eru Passíusálmarnir? 5 Hve margir sálmar eru sungnir við almenna messu? Sigriður Björnsdóttir ÍYá Miklabæ: TYÖ ERINDI Söknuður Villist ég um veglaust hjarn, vindar blása mér um eyra. Ertu farið frá mér barn fæ ég aldrei big að heyra? Höndin Hönd mín straukst varlega um hlýja kinn, ég horfði í augu þér. — Ég fann það bjó vor við vangann þinn, en vetur í huga mér.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.