Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 32
KIRKJURITIÐ 222 framtíðinni, enda má segja, að þörfin sé þar meiri en í dreif- býlinu, freistingarnar meiri, fleira, sem glepur og hrífur menn, einkanlega unglinga, út í þá lifnaðarliætti, siði og venjur, sem verða manninum fjötur um fót í einhverri mynd, er torveldar lionum gönguna uin lífsins veg, svo lífið verður lion- um brotalöm ein, það brotasilfur, sem ekki er gjaldgengt i frjálsum og lieiðarlegum viðskiptum og samlífi manna. Þetta liafa kirkjunnarmenn fundið og aðrir þeir, sem trúa því, að kristin siðaboðun sé sá grundvöllur, er gefi tryggasta fótfestu í lífinu og skapi þeim mesta lífshamingju. Menn sjá því þörfina á betri starfsaðstöðu kirkjunnar í þétt- býlinu og að beina kröftum hennar þar að, sem þörfin er inest á því sviði, því liefur verið reynt að beina kröftum liennar þangað sem fjöldinn er mestur bæði með fjölgun prestseni- hætta þar og annarri kristilegri starfsemi svo sem unglinga- starfi og barna, fangahjálp og þjónustu við þá, sem sjúkra- beðinn gista. 1 nýframkomnu frumvarpi til prestakallaskipun- ar er leitast við að bæta þar úr brýnni þörf á öllum þessuni sviðum, sem vænta má, að verði til mikilla hóta, nái það fram að ganga. Þar er einnig gert ráð fyrir fleiri prestsembættuin í þéttbýlinu en nú er, enda brýn þörf, svo er þar ör fjölgun sums staðar, eins og alþjóð er kunnugt, en það þarf raunar enginn að láta sér bregða við það, þótt það komi sums staðar við dreifbýlið, þar sem fólkinu fækkar stöðugt og að presta- köllin stækki þar og séu færð saman í stærri lieildir. Þar eru líka allt önnur viðhorf með bættum samgöngum, að einum manni er það fært nú, sem óhugsandi var áður. Það ferðalag? sem t. d. tók heilan dag áður er nú klukkustundar ferð. Og jafnvel í fjórfalt víðlendari byggð er færra fólk en meðan sveitirnar voru fullsetnar, eins og þær böfðu verið um alda- raðir, nema við þau afbrigðilegu fyrirbæri að drepsóttn' gengju, náttúrubamfarir og hungurdauði. En svo ég snúi mér að frumvarpi því, uni prestakallaskipum er ég nefndi áðan, þá gerir það ráð fyrir tilfærslum allmiklum og fækkim prestakalla í dreifbýlinu, en fjölgun þeirra í þett- býlinu, og hlýtur það í rauninni að vera eðlileg þróun og sjálf' sögð út af fyrir sig, en þó ber ekki því að neita, að handahófs virðist þar gæta í sumu eða að öðrum kosti annarlegra áhrifa- Það virðist t. d. lítið samræmi í því að gera Sauðlauksdals-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.