Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 38
Vestmannsvatn Flestir, sem fylgjasl með málefnum kirkjunnar í dag, munu kannast við nafnið Vestmannsvatn. Það er undurfagur staður í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu, sunnan við Fagranesbæ. Eins og nafnið bendir til, er þar um vatn að ræða, sem er prýtt lióhn- um og skógarkjarri. Þar lijá eru sumarbúðir Æskulýðssain- bands kirkjunnar í Hólastifti. Þær voru vígðar 28. júní 1964, 5. sunnudag eftir trin. af biskupi Islands Herra Sigurbirni Einarssyni. Það var stór dag- ur. Þá var stór draumur orðinn að veruleika. — Landið, þar sem sumarbúðirnar rísa, var gefið af eigendum Fagraness og Fagranesskots í Aðaldal. Að draumur þessi rættist, er að þakka „gjafara allra góðra liluta“, góðliug og skilningi og bjálp margra manna, stofnana og fyrirtækja. Forgöngu í málinu hefur sérstök nefnd liaft, og frá upphafi hefur formaður þeiri' ar nefndar verið séra Sigurður Guðmundsson prófastur a Grenjaðarstað, sem stjórnað hefur öllum framkvæmdum, bor- ið liita og jninga þessa verks og kona hans frú Aðalbjörg Halldórsdóttir með honum. Aðrir í nefndinni eru séra Birgir Snæbjörnsson og Gylfi Jónsson stud. theol. sem báðir lud® unnið þar mikið og gott verk, og er nú Gylfi sumarbúðastjori og hefur með höndum daglegan rekstur sumarbúðanna ásanit konu sinni frú Þorgerði Sigurðardóttur. Þeim til aðstoðar verð- ur Karl Sigurbjörnsson. Teikningar gerði Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi Akur- eyrar. Og liafa dvalið allt að 50 börn í einu á námskeiðuin sumarsins, og aðsókn liefur verið meiri en hægt er að taka a móti. Eru allar aðstæður til sumardvalar á, staðnum liinar ákjósanlegustu, og náttúrufegurðin mikil. Hefur byggingafull' trúinn sýnt mikinn áhuga á þessari stofnun eins og fleiri leik' menn, sem þar leggja hönd að verki og veita aðstoð sína. Er Jón nú að ganga frá teikningu að svefnskála sem mjög niiki^ liefur vantað til Jiessa. — Hann verður 207,6 fermetrar a®

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.