Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 233 fyrir andlát lians. Seinna sagði ég móður minni líka frá lienni, eftir að ég hafði fengið fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í samkeppninni um minnismerki Aleksis Kivis og tillögur mínar einnig keyptar. 1 stað þess að vera fagnandi virtist móðir mín laestum sorgbitin og þungt liugsandi. Þegar ég stóðst ekki lengur mátið og spurði hana um orsökina, sagði hún: Það færi betur að þér stigi nú ekki þetta meðlæti til höfuðsins. Þá sagði eg henni frá draumnum og óðara uppljómaðist andlit hennar af hamingju. Ef ég væri spurður: hvernig leit Kristur út eða livað var hann stór — en þessa hef ég þúsund sinnum spurt mig sjálfan yrði ég tilneyddur að svara: eins og hver annar, einnig að vexti. Tillitið eitt er ævarandi í minni mínu, alvitandi, al- skyggnt, alfeðmt og ögrandi. Ég lield að hver manneskja, sem óskar þess og spyr af nægri nlvöru og einlægni fái svar við þrá sinni af Kristi, sem með henni býr hið innra. 1 klaustri í Tíbet er þetta spakmæli ritað á vegginn: Yiljir þú ganga til fundar við sannleikann, mun l'ann koma til móts við þig á leiðinni. Gamlar vísur ^ Ef þig lífiS leikur grátt láttu það vera aS kveina. AS luifa um tíma harmafátt hjálpin verSur eina. FarSu aS sofa fyrir mig fyrst þú mátt og getur, ég skal breiSa ofan á þig ofurlítiS betur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.