Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.05.1967, Blaðsíða 45
Þorbergur Kristjánsson: Skoðanafrelsi og þegnskapur ^koðanafrelsi er yfirskrift eins pistilsins í síðasta hefti Kirkju- ritsins. Víkur ritstjórínn þar að bréfi mínu, er birtist í sama ■'efti, og segir m. a., að liann eigi bágt með að skilja, að ég 8kuli finna að þ ví, að hann bafi fyrr og síðar haldið mörgu b'ani í pistlunum, sem honum liafi verið ljóst, að margir nmndu andvígir. í*ví er bér í stytztu máli til að svara, að þessu befi ég engan Veí?inn fundið að, ég á erfitt með að skilja, — bvernig ritstjór- ,rin faer lesið slíkt út úr bréfi mínu. Þar fann ég að því einu, bann skyldi enn stöðugt balda áfram að nota Kirkjuritið þess að gera tortryggilegar þær umbætur á lögum um veit- Ingu prestakalla, sem Prestafélagið, Prestastefnan og Kirkju- þingið befir samþykkt að reyna að fá frarn. Áður en þessir aðilar gerðu sínar samþykktir bafði málið 'erið margrætt og sr. Gunnari gefizt ærin tækifæri til þess að konia sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði í Kirkjuritinu og a þeini málþingum, sem að var vikið. Þetta gerði hann líka tiekilega, en varð í minni hluta og eftir að réttir kirkjulegir a^>lar bafa afgreitt málið með samþykktum, er gerðar voru nieð yfirgnæfandi meiribluta, — og málið er komið í bendur Álþingis, — þá tel ég það sem sagt takmarkaðan þegnskap, — að bann skuli áfram reyna með öllu móti að spilla fyrir frarn- gangi málsins, — og nota málgagn Kirkjunnar til þess. Að mínum dómi er spurningin sem sagt ekki um skoðana- ^'elsi eða skoðanaófrelsi, — heldur um tillitslausa einstaklings- Vggju eða bollustu og þegnskap.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.