Alþýðublaðið - 14.05.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1923, Blaðsíða 2
ALfcSÖUBLABIÖ If!ÍI| Nörski haukiun. Frurnvarpið udi hann varð að lögum í efri deild á íöstudaginn, og var ekki laust við, að það kætni á óvart, því að við aðra umræðu var talið víst, að það félli við þriðju umræðu. En »eitt- hvað þeim til iíknar legst, sem Jjúfur guð vill bjarga,< stendur þar, og svo íór hér. Einn aí þeirn, sem talið var víst að greiða myndi atkvæði móti frum- varpin, varð fyrir þeirri náð að Öðlast sinnaskifti, enda hlaut hann brátt umbun verka sinna, eins og vera ber um batnandi menn. Væri sh'k umskifti ella til lítils. Og gott er til þess að vita fyrir þá, er unna hugsjón >frjálsrar verz!unar<, að hún eigi ítök í þinginu og það jafn- vel þar, er búast mætti við, að slíkra ítaka væri sízt von.,, tjóðvinaféiagíð. Aðalfundur þess vár nýlegá h-ldinn í sam. AJþingi á luktum fundi. Lagði forsetinn, dr. phil. Páll Eggert Ólason, fram reikn- inga félagsins og skýrði frá at- höfnum þess. IÞakkaði forseti sam- einaðs þings, Magnús Kristjáns- son, forseta ötullega forustu hans fyrir félí%inu. Forseti var kosiun Páll Eggert Olason, varaforseti Eiríkur prófessor Briem og með- stjórnendur Sigurður prófessor Norda!, MagnússkólastjóriHelga- son og Guðmundur prófessor Finnbogason, en endurskoðendur Bogi Olatsson kennari og Baldur Sveinsson blaðamaður. Afcngisveitingar. Jón Baidvinssön flutti tiliögu til þingsályktunar um atkvæða- greiðslu alþingiskjóssnda um út- ssölustaði áfengisverzlunarinnar og vínveitinga leyfi. Þingsályktunar- tillögu þessari var ætláð að bæta úr því, að tii sveita og í smærri bæjum var alþingiskjósendum ætlað að ráða vínveitingaleyfum, en í stærstu kaupstöðunum fengu alþingiskjósendur ekki þennan rétt; þar tók fíkisstjórnin sér hann. Hafðí þetta vakið megna óánægju í kaupstöðum þessum, og hér satnþykti beejarstjórnin áskorun út af því. Tillögunni var vísað til stjórnarinnar, og verður það varía skilið öðruvísí en svo, að þingið ætlist til þess, að stjórnin lagi þetta áskorunar- Jaust. Bæjarlagafrumvörpin, í em bæjarstjórn Reykjavíkur bað þingmenn bæjarins að fiytja tyrir sig, fór þannig um, að sjálfur þtiðji þingmaður Reykvikinga, er var formaður nefndar þeirrar, er þeim var vísað til, stakk þeim undir stól. Vert er að geta þess, að til þessa verks beitti hann sams konar bragði, sem meiri hluti bæjarstjórnar beitti til þess að draga málið þar í heilt ár: að fyrst yrði að koma á sam- ræmi í Jögum fyrir kaupstaðina áður en þessar umbætur gætu náð fram að ganga á þingi, Stækkun lÖgsagnarumdæmisins hafðist þó í gegn. „Bein." JÞeim var útbýtt í sameinuðu þingi á föstudaginn. Endurskoð- endur lándsreikninga voru kosnir Maguús Guðmundsson, Hjört.ur Snorrason (hann var með þeim norska) og Jörundur Brynjólfs- son. í bankaráð íslandsbanka 1924 — 1925 var kosinn Guðm. Björnsson landlæknir. Endur- skoðari Landsbankans var kos- inn Guðjón Guðiaugsson. Gæzlu- stjóri Söfnunarsjóðsins var kos- inn Olafur Briem. Vorvísar. Eftir J. S.Húnfjörð: Blómalög þó keyri' í kút kuidans þögul Íðja, hríðardrögum ýtir út armafögur gyðja. Runninn tól við fannatær frost og gjólan klára. Munnur sólar Iífið Ijær lilju, tjólu' og smára. Árdagshnossið hærra rís. Hjarnið blossinn skreytir. Glaði fossinn gljúfradís góða kossinu veitir. Gjslnr GardínDlitur tnjðg ódýp tmst í imi Fóstliús®ts?æíi 9. Hafmey laðast !júrt við strönd löfts fagnaðarhljómum. Ljóss í baði heilög hönd hulin raðar blómum. Boðar nýjan blómaveg blikhýr skýjamærin. Ómar gígjan yndisleg, Andar hlýi blærinn. Gyiiir íjöíiin geislakast. Grætur spjöllin ótta. Renna öll og riðlast fast rökkurs-tröll á flótta. Brott frá svífur móðurmold myrkra-kíf og bylur. Vorið hrífur fósturfold. Faðmast líf og ylur. Berglind tregar. Brosir hat. Blómgist þegar moldinl Berðu fegurð öllu af, elskuiega foldin! Vond koi Togarinn Maí lagði þriðjudags- kvöldið út á veiðar. Komst hann upp að Akranesi og tók þar einn háseti sinn, en snéri síðan hingað aftur vegna þess, að kolin reyndust svo ilía, að varla var unt að láta lifna eid í þeim. Var kolunum síðan skipað upp hér aftur, en þau voru frá >H.f. Kol og Salt<, — Hvað myndu útgerðarmenn haía sagt, ef lands- verzlun hefði fiutt inn og selt slík kol? x Sjómaður, Næturlseknír í nótt Magnús Pétursson Grundárstíg 10 (áður hús Hanuesar Hafstein). — Síœi "85. Laligavegsapótek hefir vörð þessa viku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.