Alþýðublaðið - 14.05.1923, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1923, Síða 2
ÁLÍ»¥»UBLAS>IB $ Alþingí. Norski baukinu. Fruruvarpið uru hann varð að löguru í efri deiid á föstudaginn, og vár ekki laust við, að það kæmi á óvart, því að við aðra umræðu var talið víst, að það félli við þriðju urnræðu. En >eitt- hvað þeim til líknar legst, sem Jjútur guð vill bjarga,« stendur þar, og svo fór hér. Eian aí þeim, sem talið var víst að greiða myndi atkvæði móti frurn- varpin, varð fyrir þeirri náð að Öðlast sinnaskifti, enda hiaut hann brátt umbun verka sinna, eins og vera ber um batnandi menn. Væri slík umskifti ella til lítils. Og gott er til þess að vita fyrir þá, er unna hugsjón >frjálsrar verz!unar«, að hún eigi ítök í þinginu og það jafn- vel þar, er búast mætti við, að slíkra ítaka væri sízt von., tjóðyinafélagið. Aðalfundur þess var nýlega h ldinn í sam. Alþingi á luktum fundi. Lagði forsetinn, dr. phil. Páll Eggert Ólason, fram reikn- inga félagsins og skýrði frá at- höinum þess. Þakkaði forseti sam- einaðs þings, Magnús Kristjáns- son, forseta ötullega forustu hans fyrir félf%iim. Forseti var kosinn Páll Eggert Ólason, varaforseti Eiríkur prófessor Briem og með- stjórnendur Sigurður prófessor Nordal, Magnús skólastjóriHelga- son og Guðmundur prófessor Finnbogason, en endurskoðendur Bogi Olatsson kennari og Baldur Sveinsson blaðamaður. Afeiig'isveitlíigai'. jón Baidvinsson flutti tillögu til þingsályktunar um atkvæða- greiðslu aiþingiskjósenda um út- hölustaði áfengisverzlunarinnar og vínveitingaleyfi. ÞÍDgsályktunar- tillögu þessari var ætlað að bæta úr því, að tii sveita og í smærri bæjum var alþingiskjósendum ætlað að ráða vínveitingaleyíum, en í stærsíu kaupstöðunum fengu alþingiskjósendur ekki þennan rétt; þar tók fíkisstjórnin sér haon. Hafði þetta vakið megna óánægju í kaupstöðum þessum, og hér samþykti bæjarstjórnin áskorun út af því. Tillögunni var vísað til stjórnarinnar, og verður það varla skilið öðruvísí en svo, að þingið ætlist til þess, að stjórnin lagi þetta áskorunar- laust. Bæjarlagafrumvörpin, f em bæjarstjórn Reykjavfkur bað þingmenn bæjarins að fiytja fyrir sig, fór þannig um, að sjálfur þtiðji þingmaður Reykvíkinga, er var íormaður nefndar þeirrar, er þeim var vísað til, stakk þeim undir stól. Vert er að geta þess, að til þessa verks beitti hann sams konar bragði, sem meiri hluti bæjarstjórnar beitti til þess að draga málið þar í heilt ár: að fyrst yrði að koma á sam- ræmi í lögum fyrir kaupstaðina áður en þessar umbætur gætu náð fram að ganga á þingi, Stækkun lögsagnarumdæmisins hafðist þó í gegn. Þeim var úthýtt í sameinuðu þingi á föstudaginn. Endurskoð- endur lándsreikninga voru kosnir Maguús Guðmundsson, Hjörtur Snorrason (hann var með þeim norska) og Jörundur Brynjólfs- son. í bankaráð íslandsbanka 1924—1925 var kosinn Guðm. Björnsson landlæknir. Endur- skoðari Landsbankans var kos- inn Guðjón Guðlaugsson. Gæzlu- stjóri Söfnunarsjóðsins var kos- inn Olafur Briem. Vorvísnr. Eftir J. 8. Húnfjörö. Blómalög þó keyri’ í kút kuldans þögul iðja, hríðardrögum ýtir út armafögur gyðja. Runninn fól við fannatær frost og gjólan klára. Munnur sólar Iffið ljær lilju, fjólu’ og smára. Árdagshnossið hærra rís. Hjarnið blossinn skreytir. Glaði fossinn gljúfradís góða kossinn veitir. Golar Gardínulitur mjög ódýr tsest í Kaupfélaginu PóstliLdsstirs&tí 9. Hafmey laðast Ijúít við strönd lolts fagnaðarhijómum. Ljóss í baði heilög hönd hulin raðar blómum. Boðar nýjan blómaveg blikhýr skýjamærin. Ómar gígjan yndisleg. Andar hlýi blærinn. Gyllir Ijöiiin geislakast. Grætur spjöllin ótta, Renna öll og riðlast fast rökkurs-tröll á flótta. Brott frá svífur móðurmold myrkra-kíf og bylur. Vorið hrílur fósturfold. Faðmast líf og ylur. Berglind tregar. Brosir hat, Blómgist þegar moldinl Berðu fegurð öllu af, elskuiega foldin! Vond koj. Togarinn Maí lagði þriðjudags- kvöldið út á veiðar. Komst hann upp að Akranesi og tók þar einn háseta sinn, en snéri síðan hingað aftur vegna þess, að kolin reyndust svo illa, að varla var unt að láta lifna eid í þeim. Var kolunum síðan skipað upp hér aftur, en þau voru frá >H.f. Kol og Salt«, — Hvað myndu útgerðarmenn hata sagt, ef Iands- verzlun hefði flutt inn og selt slík kol? Sjómaður. Næturlæknír í nótt Magnús Pétuisson Grundarstíg 10 (áður hús Hanuesar Iíafstein). — Sími 1185. Laogayogsapótek. hofir vörð þessa viku.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.