Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 23
inn á jörðu niðri, og mikið djúp sé staðfest þar á milli. Eina leiðin til að þekkja Guð, er að kynnast honum í Qegn um opinberun, og sú opinberun er fram komin í fylling sinni, í Jesú Kristi. Þessi opinberun hefir komið beint af himnum ofan, og gripið inn í söguna. Þessi opinberun er þess eðlis, að menn geta ekki skilið hana nema sð nokkru leyti, og þess vegna er ár- sngurslaust að reyna að skilja eða skýra persónu Jesú. Hann verður ekki skilinn á sama hátt og aðrar persónur veraldarsögunnar. Vegna þessarar af- stöðu leggur þessi stefna ekki mikla sherzlu á rannsókn ritninganna, kapp- ræður um hærri eða lægri krítik eða •eitina að hinum „sögulega Kristi“, sem nýja guðfræðin var lengi að glíma við. Hinn „sannsögulegi Kristur" er sá hinn sami, sem postularnir játuðu trú ® °g töldu son hins lifandi Guðs og írelsara mannanna. Vitnisburður þeirra er innblásinn af Guði. Þeir viðurkenna hngraför mannlegra áhrifa á Biblíuna, °g réttmæti rannsókna á texta hennar. En hvað í Biblíunni er Guðs orð, er e'n af þeim gátum, sem hver maður verður að leysa fyrir sjálfan sig. Ot af þessu spratt þó kappræða mikil milli ^arths og Bultmanns og eiga þeir hvor um sig sína fylgismenn innan stefnunnar. Niebuhr talar hinsvegar um „hinn leynda Krist,“ sem kemur fram í dags- 'jösið og opinberar sig hverjum þeim, sem vill gefa sig að mannúðar- og velferðarmálum meðbræðra sinna. Það, sem sker úr um trú og vantrú, er ekki sú kenning, sem þeir kunna játa, heldur hitt hvort þeir láta sig varða ójöfnuð og ranglæti í samtíð- inni. Er þetta stundum nefnt fagnaðar- boðskapur fyrir hina fátæku, og oln- bogabörn samfélagsins. Svo er það Bultmann, sem stund- um er nefndur „maðurinn með skær- in.“ eða „síuna.“ Hann gerir skarpan greinarmun á fornsögunni og sam- tíðarsögunni. Þá fyrri nefnir hann „historie,“ en samtíðarsöguna „ge- schichte." Kristnir menn geta ekki lát- ið sér nægja að einblína á sögu löngu liðinna alda. Kristindómurinn byggist ekki, samkvæmt kenningu hans, ein- göngu á viðburðum liðinnar sögu, heldur er allt komið undir afstöðu manna til boðunar kristindómsins í samtíðinni, hvernig menn rita sögu sinnar eigin guðsdýrkunar. Þegar talað er um Bultmann sem manninn með skærin, eða síuna, er átt við þá viðleitni hans að fella úr Nýja testamentinu þá kafla, sem hann telur goðsögur, eða þjóðsögur einar, Um þetta hefir verið ritað og rætt mjög mikið, eins og kunnugt er. Menn spyrja: Hvað er goðsögn? Er kristin- dómurinn þá ekki byggður á söguleg- um grundvelli? Orðið goðsögn er not- að í ýmsum samböndum í mörgum fræðigreinum, svo sem mannfræði, bókmenntasögu, og menn skilja það á ýmsa vegu. Niebuhr skilgreinir orðið þannig: „Goðsögn er notkun líkinga- máls í viðleitninni til að skilja óvenju- leg og yfirnáttúrleg hugtök, færa hið guðdómlega yfir á tungu mannanna, túlka mál Drottins við mannanna börn.“ Ef til vill væri ekki fjarri lagi að segja, að nýi rétttrúnaðurinn sé eins- konar samruni íhaldsguðfræðinnar og aldamótaguðfræðinnar, og hún hafi 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.