Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.04.1976, Blaðsíða 58
því, sem mestu máli skiptir, sjálfri kristniboðsskyldunni. Þá hefur kirkjan hopað á hæl um tilverurétt sinn. Þetta skal nú útskýrt nánar. Kirkjurnar eru í fyrsta lagi orðnar sjálfhverfar í stað þess að snúast um Krist. Þær hafa tekið sér sjálfsforræði í stað þess að lúta forsjá Krists. Alkirkjuhreyfingin á sök á þessu. En ekki hún ein. Eins og fyrr er frá sagt, hafði hin þríþætta „sjálf-stefna“ verið orðuð og iðkuð meðal kristniboðsfé- laganna, áður en alkirkjuhreyfingin komst verulega á skrið. En það er al- kirkjuhreyfingin, sem hefur gert sig að eftirlitsaðila um þessa stefnu. Henry Venn orðaði takmark kristniboðsins svo, að það væri að standa á eigin fótum, stjórna sér og útbreiða sig á eigin spýtur. Lítið verður úr því, að kirkjurnar breiði sig sjálfar út, og ligg- ur það í hlutarins eðli. Orðalagið er contradictio in adjecto. Kirkjan á ekki að breiða sjálfa sig út, heldur fagn- aðarerindið, vitnisburðinn um Krist. Það eru aðeins blæbrigði, að öll áherzlan hefur á seinni árum verið lögð á sjálfstjórn. Kirkjurnar eru engu minna sjálfhverfar. Skipulag í staS fagnaðarerindisins Þetta er tengt síðara sjónarmiðinu. Menn hafa varið meiri tíma til skipu- lagningar en predikunar og vitnisburð- ar. Sjálfstjórn og skipulag heyrir sam- an. Kirkjurnar voru gerðar að stofnun- um. Það hefur gleymzt, að fagnaðar- erindið er kraftur Guðs og ekki eins konar stjórnskipulag. Fagnaðarerindið er ekki það að losna undan yfirráðum hvítra manna, heldur að losna undan sekt syndarinnar og valdi hennar. Einnig í þessu efni hlýtur sökin að miklu leyti að vera hjá alkirkjuhreyf- ingunni, enda leggur hún þunga áherzlu á kirkju í merkingunni skipu- lag. En ekki sú hreyfing ein. Efling skipulagðrar kirkju var takmark kristni- boðsins frá öndverðu. Þegar skipu- lagsmál yfirgnæfa trúboðið, geta kristniboðsfélögin sjálfum sér um kennt. Kirkjan er þaS sama sem leiðtogar hennar Þá skal í þriðja lagi bent á hina ó- eðlilegu áherzlu á leiðtogum og stjórn kirkjunnar. i alkirkjuhreyfingunni hefur alltaf gætt tilhneigingar til þeirra sjón- armiða, að kirkjan sé leiðtogar hennar og fulltrúar hennar í hlutaðeigandi stofnunum. Mönnum hættir til að sjást yfir, að kirkjan er lýður Guðs. Allt of lítil áherzla er lögð á söfnuðina og á kristna alþýðumanninn. Menn hafa of- urtrú á því, að allar breytingar verði að koma frá æðstu stöðum. Það er ekki ófyrirsynju, að bent skal á, að 1 kirkjumálum verðum vér að vænta mikilvægustu breytinganna niðri við ræturnar. Endurnýjun og vakning verð- ur að koma að neðan og ekki sem stjórnarsamþykkt eða niðurstaða umræðum ráðamanna. Menn hafa iðk- að kirkjupólitík um of og vanrækt pre- dikunina. Hagfræði og ný nýlendustefna Þrjú fyrstu atriðin snertu stjórn kirkj" unnar. Hér skal í fjórðalagi vikið fjármálum hennar. Stjórnmálamenn tala nú margir um nýja nýlendustefnm 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.