Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 14

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 14
Guð gefi mér gott kall að heyra - Mig langar að víkja spurningu að uppruna þínum og uppvexti, því fólki sem kom þar við sögu. Og hvað um trúarleg áhrif og önnur, sem reynzt hafa drjúg á lífsleiðinni? - Á bernskuheimilum mínum báðum voru fastar guðræknisvenjur, reglu- bundnir húslestrar, sem hafðir voru um hönd með lotningu. Ég vandist bænariðkun og lærði margt utanbók- ar, sem hefur orðið mér dýrmætt síð- ar með auknum skilningi á efninu. Passíusálmarnir voru mér huggrónir. Signingin var sjálfsögð, þegar degi var heilsað og dagur kvaddur, ásamt bænargjörð. Þegar ég sá regnboga, var mér kennt að segja: „Friður á milli himins og jarðar, friður á milli Guðs og rnanna," - og mérvarbentásam- band þessara orða við Biblíuna. Þeg- arég heyrði klukknahljóðfyrireyrum, átti ég að segja: „Guð gefi mér gott kall að heyra á síðasta degi“ - Ég átti að mæta síðasta lífsdegi og efsta degi viðbúinn, en án ótta. Helgi sunnu- dagsins var stranglega virt. Þá mátti ég ekki slíta blóm. Væri ekki messað í sóknarkirkjunni var húslestur á há- degi. Postillan var mikil bók og tign- arleg í mínum augum og helgin, sem fyllti baðstofuna, er mér ógleyman- leg. Þegar messað var fóru alltaf ein- hverjirtil kirkju, allir, sem komust. Ég man fyrst eftir mér í því sambandi á hnakknefinu hjá afa mínum, þegar hann reiddi mig fyrir framan sig til kirkjunnar. Ég man sr. Bjarna Einars- son á Mýrum, skírnarföður minn, fyrstan presta. Hann var mikill vexti, 252 söngmaður ágætur og varð mér star- sýnt á hann skrýddan fyrir altarinu. Faðir minn varð meðhjálpari um það leyti sem ég fór að muna eftir mér. Ég fékk dálæti á þeim prestum, sem komu á eftir sr. Bjarna. Sr. Sigurður Sigurðsson lét mig lesa, þegar hann húsvitjaði, það var mitt fyrsta próf- Hann var fjörmenni og Ijúfmenni- Hans naut við skammt. Síðan kom sr. Björn O. Björnsson, fallegur maður og fjölhæfur. Við urðum miklir vinir. Hann sagði mér til í dönsku hálfs- mánaðartíma eftir fermingu og næsta vor var ég hjá honum 3 vikur, því þá var hugmyndin, að ég reyndi inntökupróf i Menntaskólann. Þann vetur varég líka um tíma hjá Helga Lárussyni á Kirkju- bæjarklaustri. Hann kenndi mér reikn- ing og ensku og hjá honum lærði ég ofurlítið á orgel. Hann lauk upp fyr'r mér heimi tónlistarinnar, en áður hafði ég varla heyrt í öðru hljóðfæri en harmóníku. Séra Björn reið með mig suður og lét engan bilbug á sér finna i því að ég myndi standast prófið. Hann var löngum bjartsýnn, blessaður, en þótti miður raunsær á stundum. Mér veitti ekki af uppörvun, því „lítill var kjarkur og kraftur". Og prófið slamp' aðist af. Ég varð sem sagt ekki úti Trúarsögu mína, stormasama nokkuð á stuttu skeiði í skóla hef ég rakið anm ars staðar. Sú trúarvissa, sem ég eign' aðist, þegar sá ólagasjór var að baki. var dýru verði keypt. Perlan, sem e9 hafði átt á barnsaldri og unglings' árum, glataðist mér aldrei, þó að hun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.