Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 16

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 16
Síra Sigurbjörn meö reiöhest sinn á Breiðból- stað, merkilegan hest! Drengurinn er Þorkell tónskáld. vikaröð og handleiðsla og upphvatn- ing Magneu minnar, sem var reiðu- búin til þess að vinnafyrir mér meðan ég væri erlendis (við höfðum þá verið heitbundin í tvö ár og giftum okkur áður en ég fór utan) gerðu órana að veruleika. Ég komsttil Uppsala. Þau fjögur ár, sem ég baslaði þar með hjálp konu minnar (hún kom þangað líka á fyrsta ári en fluttist heim með telpurnar okkar, þegar ég átti rúmt ár eftir og lokasprettinn) voru í öllu tilliti mikilvæg fyrir mig- Þar opnuðust stórir heimar. Há- skólinn hafði þá alþjóðlegt orð á sér fyrir forustu í almennum trúar- bragðavísindum. Þá frægð átti hann einkum að þakka Nathan Söderblom- Hann var dáinn, þegar ég kom til Uppsala: Lærisveinn hans og eftir- maður, Tor Andrae, varglæsilegurog andríkur fyrirlesari. Því miður hafði ég hansekki not lengi, hann varð ráð- herra og síðar biskup. Ernst Arbman kenndi trúarbragðasögu í heimspeki- deild og þar var ég innritaður. Hann var merkur vísindamaður og góður leiðbeinandi. Við héldum vináttu- sambandi meðan hann lifði. Grískan náði Ijúfu hörkutaki á mér- Og fornaldarsagan. Það var mikil freisting, þegar kennari minn í forn- fræðum, Persson, orðaði það við mig að fara lengra út í grísk fornaldar- fræði og koma með sér til Grikklands í fornleifagröft. En ég ætlaði að verða presturá íslandi. Ég skrifaði ritgerð hjá Arbman um hugmyndir Forn-Grikkja um dánar- heima og lífið eftir dauðann. Það var skemmtilegt viðfangsefni. Ég aetlaði mér að gera meira á þessu sviði- 254

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.