Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 25
°kkar. Vorið 1959, í apríl, fékk ég orð frá henni, að hana langaði að finna ^9- Ég fór til hennar. Og sem ég sat r|já henni að þessu sinni og naut þess ®nn að tala við hana, því andlega hafði nenni í engu förlast, þótt hún væri heiisuveil líkamlega, sagði hún: ”Ég á erindi við þig núna. Ég þarf að ®e9ja þér dálítið. Hef ekki getað það yrr- Manstu nokkuð eftir því, að ég Sa9ði þér einu sinni draum?“ Ég mundi eftir því og lét hana rifja hann Upp aftur. "Já, draumurinn var svona. En ég Sa9ði þér hann ekki alveg allan. Ég annaðist vel við þig úr draumnum, Pe9ar ég sá þig. Þú gekkst líka síð- astur og ég þóttist vita, hvað það tákn- aði. En þú varst með eitthvað óvenju- legt á brjóstinu. Það var reyndar gyllt- ur kross. Mér þótti það skrýtið og var að hugsa, hvort þetta gæti verið fyrir því að þú yrðirskammlífur. Að minnsta kosti kærði ég mig ekki um að vera að hafa orð á þessu. En nú er mér óhætt að gera það, því nú er komið fram, hvað þetta var.“ Kristin trú á forsjón Guðs Svona var þessi saga. Ég kann ekki fræðilegar skýringar á draumum af þessu tagi. Veit ekki til þess, að aðrir kunni þær heldur. En jafnvel ómerkilegir draumar geta verið merkilegir á sinn hátt. Flestir kannast 263

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.