Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 27
Ávarp
flutt á samkomu Samtaka um kristna boðun meðal Gyðinga
Hvað veldur, að stofnað er félag á ís-
landi, er hefur að markmiði kristna
boðun meðal Gyðinga? Nýjunga-
Qirni, - athafnalöngun ein, - rangur
skilningur ritninganna? ellegar er
slíkt félag réttmætt og e. t. v. nauðsyn
aieðal kristinna manna?
Kristniboð er jafngamalt kirkjunni.
^að hófst á stofndegi kirkjunnar í
Jerúsalem. Raunar eru til þeir kristnir
guðfræðingar, er ekki hika við að
telja trúboð í kristnum skilningi eldra
en kirkjuna. Þeir segja sem svo: -
Spámennirnir voru trúboðar. Og þeir
boðuðu Messías, hjálpræði ísraels,
eh einnig annarra þjóða. - Rangt er
Petta ekki, en einfaldara er fyrir oss
miða við upphaf kirkjunnar á
hvítasunnu, skömmu eftir upprisu
Drottins Jesú. Það leiðir einnig hug-
er>n að því, sem er eitt meginatriði
Pessa máls. Jakob Jocz, prófessor í
ðuðfraeði við Háskólann í Toronto í
Kanada, litháískur Gyðingur að upp-
runa, orðar það svo: „Róttækurskils-
Ptunur kirkju og kristniboðs byggist á
JPisskilningi: í Biblíunnifarakirkjaog
^hstniboð ætíð saman. Kirkja verður
aldrei kirkja einungis, þannig að hún
hætti að vera kristniboðsakur. Kirkja
og kristniboð eru samferða. Þar sem
kirkja er, þar er kristniboð, og þar sem
kristniboð er, þar er kirkja.“
Og ennfremur segir hann: „Kirkjan
getur því aðeins prédikað fyrir öðrum,
prédiki hún samtímis fyrir sjálfri sér.
M. ö. o. geturaðeins iðrandi kirkja ver-
ið kristniboðskirkja.--“ (Christians
and Jews, Encounter and Mission,
1966).
Af postulasögunni og guðspjöllun-
um er Ijóst, að kirkjan var í upphafi
Gyðinga-kirkja og kristniboðar henn-
ar því Gyðingar, akurinn einnig meðal
Gyðinga. Fyrstu kristniboðar meðal
heiðingja voru einnig Gyðingar. Þegar
þetta er haft í huga, er þegar einsætt,
hversu fjarstæðar eru þær hugmyndir,
sem margur kristinn maður hefur
gengið með allttil þessa dags, að Gyð-
ingar hafi, sem þjóð, hafnað Jesú
Kristi við krossfestingu hans.
Guðspjöllin geyma að vísu margar
frásagnir af ágreiningi Jesú og leið-
toga Gyðinga, og hörð eru orð hans
um þá af því tilefni. Guðspjall síðasta
265