Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 30

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 30
þessa sögu alla. Nokkrir Gyðingar hlutu þó skjól hér á landi í hörm- ungum stríðsins, svo er Guði fyrir að þakka. Ekki er annað vitað en gott hafi leitt af búsetu þeirra hér. Á sautj- ándu öld herma sagnir frá kaup- manni á Hofsósi, er verið hafði Gyð- ingur, en látið skírast til kristinnar trúar. Ekki kann ég glögg skil á sögu þessa manns, en þar kynni að vera glöggt dæmi manns, erfreistazt hefði til að kaupa sér almenn mannréttindi og atvinnurétt með trúskiptum. En nú hefur verið stofnað félag á íslandi, er nefnist „Samtök um kristna boðun meðal Gyðinga". í fá- orðum lögum þess segir svo m. a.: „Tilgangur félagsins er að gera kristnum mönnum Ijósa skuld þeirra við Gyðinga og að styrkja kristna boðun meðal þeirra." - Ennfremur segir þar, að félagið sé byggt á grunni Heilagrar ritningar og játningarritum evengelísk-lútherskrar kirkju. í fé- laginu eru nú um 20 manns. Þeir, er því geta við komið, koma saman svo sem einu sinni í mánuði til að styrkja sig í áformi og verki. Þeir leggja þá eitthvað af mörkum eftir efnum, ef unnt er. Félagsgjöld eru engin. Þá hafa félagar einnig ákveðið að minnast Gyðinga sérstaklega á mánudögum, er þeir geta því við komið. Hver er skuld kristinna manna við Gyðinga? Því er erfitt að svara í fáum orðum. í fyrsta lagi er þó það í huga haft, sem Nýja testamentið kennir, að vérfeng- um hjálpræði vort fyrir meðalgöngu Gyðinga. „Hjálpræðið kemur frá Gyðingum," sagði Jesús sjálfur við 268 samversku konuna. (Jóh. 4,22). Þeirra varsonarkosningin, sagði Páll postuli- dýrðin, sáttmálarnir, helgihaldið og fyrirheitin. Feðurnir voru feður þeirra „og af þeim er Kristur kominn." (Róm- 9, 4.-5.). Þeir eru hinar náttúrlegu greinar en ekki vér. Páll ræðir og um þessa skuld í 15. kafla Rómverjabréfs- ins. Heiðingjarnir eru í skuld við hina heilögu í Jerúsalem, því að fyrst heið- ingjarnir hafa fengið hlutdeild í and- legum gæðum þeirra, þá er þeim og skylt að fulltingja þeim í líkarnlegum efnum.“ (Róm. 15, 27). Hvað hefði hann þá sagt um hin andlegu efni? Of mjög hefur það sljóvgazt fyrir kristnum mönnum, að allt hið bezta tókum vér í arf frá Gyðingum. Heilaga ritningu alla, tilbeiðsluhætti vora og guðsdýrkun, - trú vora, sjálfan Drott- in vorn, - fyrir vitnisburð gyðingbor- inna manna. En þær aldir, sem vér og forfeður vorir hafa notið þessa, hefur mikill hluti hinnar fornu þjóðar Guðs lifað í myrkrinu fyrir utan. í öðru lagi er meira en mál, að vér gerum oss grein annarrar skuldar. Þar er allt það, sem vér tókum í arf af for- dómum og mannlegri speki og hleyp1' dómum allt frá dögum Krists, Chrysostomusar, Ágústíns og Lúthers. Þar var það sæði, sem af spratt hatrio og fyrirlitningin, - já, ofsóknirnar, einnig Gyðingaofsóknir nazista. Pv_' verður ekki á móti mælt, að kirkjan a þar stóra skuld. - Og erum vér ekk' skyldir til, íslendingar, að axla hana með öðrum bræðrum? Greidd verður hún ekki nema me fyrirgefningu Guðs, - en beiðnina um fyrirgefningu skuldum vér einnig og viðleitnina að bæta fyrir brotið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.