Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 38

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 38
arflokkurinn. Aðalmálgögn stjórnar- manna voru Reykjavík undir stjórn Jóns Ólafssonar alþingismanns, Þjóðólfur, sem Hannes Þorsteinsson alþingismaður ritstýrði, og Lögrétta, sem hóf göngu sína í ársbyrjun 1906, en ritstjóri hennar var Þorsteinn Gíslason. Ein frægasta innanlands- deila tímabilsins er ritsímamálið, en um það bil sem tilraunir spíritista fara að vekja athygli almennings er rit- símamálið að ná hámarki sínu og blöðin bókstaflega glóandi af mál- efnalegri æsingu með eða móti sæ- símastreng, ásamt persónulegum athugasemdum um andstæðingana. Einnig er annað mál mjög á oddi um þessar mundir, en það eru sífelldar erjur og málaferli Lárusar H. Bjarna- sonar sýslumanns og stjórnarand- stæðinga. Því er ekki að furða þótt stjórnarsinnar gripu tveim höndum hið einstæða tækifæri til að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum, hæða þá á sem neyðarlegastan hátt fyrir barnaskap og fáfræði, eða brigzla þeim um vísvitandi svik og jafnvel fjárgróðastarfsemi. Öruggt má teijast að ofsóknir for- ystublaða heimastjórnarmanna á hendur spíritistum hafi ekki verið af trúarlegum toga spunnar, því rit- stjórarnir munu allir hafa talizt frjáls- lyndir í þeim efnum. Þá voru umræð- urekki eingöngu bundnarvið blöðin, heldur voru og haldnir fundir með og á móti. T. d. var Ágúst H. Bjarnason. bróðir Lárusar, skeleggur á móti andatrú, hélt fyrirlestra og gaf út ritl- inga um efnið, mjög svo skýra og að- gengilega. Þá gaf Bjarni frá Vogi út bækling móti andatrú, sem hann 276 kallar ,,asylum ignorantiae“, þótt stjórnarandstæðingur væri, en hann var í Landvarnarflokknum. Hér fer á eftir ágrip úr blaðaskrifum árin 1905 og 1906, en þá risu deilurn- ar hæst, þótt málið væri iðulega á döfinni næstu árin á eftir. En eins og vænta mátti svöruðu forvígismenn Tilraunafélagsins fyrir sig, og drógu ekki af sér. 2 Líklega er það ísafold (XXXII,16, 1- apríl 1905) sem fyrst pólitískra mál- gagna birtir grein um spíritismann eftir að tilraunirnar eru hafnar. Grein- in er í senn kynning á, og vörn fyrir, spíritisma, því að Björn segir að ó- kunnugleiki um málefnið valdi mis- skilningnum og slúðrinu um þessi efni. Samanruglingur á fyrirburðun- um sjálfum og orsökum þeirra valdi því að menn grauti þessu saman við draugatrú og særingar. Sagt er fra fyrirbrigðum og miðlum, og í grein- inni kemursú afstaða Björnsfram, að spíritismi eigi ekkert skylt við trúmáj. heldur sé hann vísindaleg aðferð til sönnunar á framhaldslífi, enda séu fyrirbærin jafnsönn og flóð o g fjara. 4. apríl flytur Reykjavík (VI,1 8, 1905) þá frétt að frú ein í bænum hafi stofnað andatrúarsöfnuð ásamt Eim ari og Birni. Einnig er sagt frá því 1 sama blaði, að æðsti maður aðvent- ista, Davíð Östlund, sé mjög æstur út af máli þessu og telji það „plötu- púka“ og „drísildjöfla" sem tilrauna- menn nái sambandi við. Þjóðólfur (LVII, 15) segir frá því 7- apríl að stofnað hafi verið nýtt félag 1

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.