Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 44

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 44
snúinn þeim sem fyrirlíta hin nýju vís- indi. Hiö sama er ra,unar uppi á ten- ingnum með hinar sögurnar í kver- inu: Þær fjalla allar um spíritismann og þröngsýni þeirra sem ekki aðhyll- ast hann. Einnig er danskan nokkuð sérstök. í Þjóðólfi 27. apríl (LVIII, 19, 1906) biður Þ. J. menn að hætta þessarri misbrúkun á hugsjónum og snúa sér að þarflegri efnum. Birtir hann sýnis- horn úr nýrri vísu eftir Bjarna Thorar- ensen sem dæmi um leirinn: Sú von að vori ykkur vörn sé á móti vetrinum, elsku börn - það fýkuríflestöll skjólin, og senn kemursólin. En það er í Þjóðólfi 20. apríl (LVIII,18, 1906) sem aðalárásin á ósjálfráðu skriftina og Einar Hjörleifsson birtist. Er það Björn M. Ólsen, fyrrverandi rektor, sem þar reiðir hátt til höggs. Segir hann H. C. Andersen alls ólíkan sjálfum sér á allan máta og sé sagan „Heimska drottning'1 greinilega stol- in úr kvæði eftir Hannes Hafstein. Höfundur kunni sér ekki hóf í forn- eskjunni og eigni Snorra og Jónasi orðmyndir, sem voru úreltar þegar á dögum Snorra, - t. d. sé sannað að Snorri hafi sagt ,,er“ en ekki ,,es“. Einnig séu herfilegar málvillur í text- anum og stíll hinn fordildarlegasti. Annað hvort sé hér um sjálfsblekk- ingu að ræða eða vísvitandi ósvífna tilraun til að blekkja aðra. Er augljóst í greininni að Björn Ólsen telur Einar hinn rétta höfund. Einar svarar með gífuryrtri grein, „Falskir tónar“, í ísafold 28. apríl 282 (XXXIII,26, 1906) undir nafninu „Turdus" og ber af sér höfundarrétt- inn og sviksemi. Um það hvortævin- týrið sé í ofmiklum fornaldarbúningi segir hann m. a.: „Þá finnurðu að því að ævintýrið er látið gerast á fornöld. Þykir þér ekki líklegt, hafi Snorri Sturluson verið þarna nálægt, að hann hefði heldur kosið að rita um þær hugmyndir sem honum voru kunnugastaren þærsem hann þekkti ekki?“ Grein sína endar Einar með þessu: „Hvora finnst þér nú meira að marka, þig eða þá? Hvorum ætli sé beturtreystandi þér eða sálarfræðingnum Carl du Prel þér eða sálarfræðingnum Fr. W. H. Myers þér eða sálarfræðingnum A. Aksa- kof þér eða stórskáldinu Victor Hugo þér eða stjórnvitringnum og sögu- snillingnum L. Adolph Thiers þér eða lækninum R. Hudgon þér eða rithöfundinum og stjórn- málamanninum Robert Dale Owen þér eða ritstjóranum og rithöfund- inum William T. Stead þér eða náttúrufræðingnum Alfred Wallace þér eða stjörnufræðingnum Camil' le Flammarion „Ha, kva seijurðu, geii mitt!“ “1) Björn M. Ólsen svarar í Þjóðólfi 11 ■ maí (LVIII.22, 1906) í grein, „Asninn undir ljónshúðinni“ og segirað nú se hellt yfir sig ísafoldarkeitunni með aðstoð gamla mannsins. Þessi mik|a 1) En það var viðkvæði Björns M. Olsen, kennara.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.