Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 47

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 47
skrifað sé áfram um spíritisma í blað- iö. Lofar Björn því að ekki verði farið í algjört bindindi um minniháttar at- hugasemdir um þetta mikilsverða roál, en ,,því verði upp frá þessu ætlað sérstakt málgagn". I Þjóðviljanum 20. október sama ár (XX, 49,) segir Skúli Thoroddsen að nú eigi að gefa út sérstakt blað um tNraunir Tilraunafélagsins og fari éetur á því en að blanda spíritisma lr|nan um pólitík, deilugreinar og annað. Allir hljóti að sjá að þetta mál eigi ekkert skylt við þjóðmálin og eigi a|ls ekki að ráða atkvæðum manna Öegar til þingkosninga komi. Þetta sé óllum Ijóst og því eigi þjarkið og Þrefið í Reykjarvíkurblöðunum ekki aö hafa nein áhrif á þau mál. í sömu 9rein lýsir Skúli því yfir, að hann sé einn af stofnendum Tilraunafélags- 'ns. Virðist koma skýrt fram hér hvers Ve9na blöð stjórnarandstöðumanna h®tta að skrifa um starfsemi Til- raunafélagsins um langa hríð og draga mjög úr öðrum fréttum af andatrú. Reykjavík (VII,48, 27. okt. 1906) Se9ir hið margboðaða tímarit anda- trúarmanna enn ókomið og hafi aldrei verið annað en fyrirsláttur einn, ^ii að fóðra það að ísafold og Fjall- ^°nan hættu skyndilega að tala um andatrúna. Vera má að þessi skoðun Jóns Ólafssonar hafi við einhver rök aö styðjast, — eitt er víst að mál- ðagnið kom aldrei út. 1 Frækorni (VIII,42, 24.okt. 1907) er Sa9t að ísafold og Fjallkonan hafi oeðið því sem næst óbætanlegt tjón ariö áður við að þrédika andatrú. Það Verður því á allan hátt að telja eðlilega þá afstöðu stjórnarandstæðinga að draga úrskrifunum. En ætla hefði mátt að stjórnarsinn- ar færðust nú allir í aukana og hrós- uðu sigri. Því fer þó fjarri.Blöð þeirra leggja málefnið einnig á hilluna allt sumarið 1906 og langt fram á haust, og ekki gott að vita hvað valdið hefur. Undir blaðamannaávarpið miðjan nóvember rituðu ritstjórar Fjallkon- unnar, ísafoldar, Þjóviljans, Ingólfs, Norðurlands og Þjóðólfs og ritstjóri Lögréttu tjáði sig samþykkan ávarp- inu. (í því var m.a. ákvæði þess efnis, að fslenzk sérmál mætti ekki bera upp í ríkisráðinu danska og einnig að ísland skyldi vera frjálst sambands- land við Danmörku). Einhveraðdrag- andi hefur verið að samkomulaginu og hugsanlegt er að í því sambandi hafi verið ákveðið að taka þetta við- kvæma mál af dagskrá að sinni. Þá kann og að vera að annað komi til: Áhugi almennings á splritisma gat ekki til frambúðar fylgt skilyrðislaust pólitískum línum, þó svo að stjórn- málaleiðtogar gerðu hann að pólit- ísku máli. Má í því viðfangi benda á grein f Þjóðviljanum (XX,10, 28. feb. 1906) þar sem sagt er frá tilrauna- hópum sem risið hafi upp út um land og séu stjórnarliðar þar víða við- riðnir, t. d. hafi heimastjórnarprestur einn verið kærður af sóknarbörnum sínum. Stjórnarblöðin megi því vara sig á óhróðrinum. Ekki er þvf ólík- legt að hér sé að finna skýringarnar á hinni einkennilegu ró sem færist yfir málefnið allskyndilega. Óhætt er að segja að deilurnar komist aldrei fram- ar á sama stig þótt þær taki sig að einhverju leyti upp aftur. Til dæmis 285

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.