Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 48
verður ferð Indriða og Einars út um
land á vegum Tilraunafélagsins 1908
töluvert blaðamál, eins og áður var
rakið. í því tilefni segir Einar Hjörleifsr
son m. a. í ísafold (XXXV, 70,14. nóv.
1908) að fjöldi stjórnarsinna, sumir
hverjir hinir mætustu menn flokksins,
séu innilega hlynntir rannsóknúnum
og það sé „ókunnugleika misskiln-
ingureinn að haldaað samhugúrinn í
máli þessu skiptist eftir stjórnmála-
flokkum“.
Nú kynnu menn að halda að öldin
væri önnur og stjórnmálamenn yfir
deiIur af þessu tagi hafni r. En þó mun
vera grunnt á glæðurnar. Ekkert dag-
blaðanna mundi taka afstöðu móti
spíritisma eða ESP (yfirskilvitlegum
hæfileikum), vafalaust af þeirri á-
stæðu að menn óttast að deilur um
eilífðarmálin mundu valda skálmöld
og flokkadráttum sem yfirgnæfðu og
gengju þvert á allt flokkspólitískt
mynztur í landinu.
Biskup og andatrú
1
í þessari samantekt verður ekki farið
út í hina trúarlegu hlið málefnisins,
enda skortir til þess guðfræðilega
þekkingu. Þar að auki eru deilur þess
efnis ekki svo áberandi fyrstu 2-3
árin, þótt svo hafi síðar orðið og allt til
þessa dags. Þar kemur seinna til
kasta Haraldar Níelssonar (Það má
rekja til áhrifa hans, eins og fyrr var
sagt, hve áberandi spíritisminn varð
innan íslenzku kirkjunnar, ólíkt því
sem annars staðar gerðist, enda
286
margt líkt með kenningum spiritista
og aldamótaguðfræðinnar). í „Nýju
kirkjublaði", sem hefur göngu sína
1906, eru nokkrar greinar um spírit-
isma, og þótt greina megi að ritstjórar
séu ekki hrifnir af honum er hann alls
ekki fordæmdur. í I. ár. 11. tbl. (15-
marz 1906) segir: „Við viljum láta
andatrúarmenn vora óáreitta með til-
raunir sínar; tíminn leiðir bezt í Ijós
hvað úr þeim verður." Báðir ritsjórar
„Nýs kirkjublaðs", Jón Helgason,
síðar biskup og Þórhallur Bjarnarson
síðar biskup, og þó sérstaklega hinn
fyrrnefndi, aðhylltust nýju guðfræð-
ina ásamt Haraldi Níelssyni, og rná
því vera að þeir hafi ekki viljað styggj3
samherja sinn að svo komnu máli.
þótt annað yrði upp á teningnum síð-
ar. Þó kvartar Fjallkonan (XXIII, 2,12-
jan. 1906) undan því að flestir Dóm-
kirkjuprédikarar prédiki jafnt og þétt
gegn spíritisma, en „Andatrúin er
lífsakkeri kristinnar trúar — veitir
vissuna fyrir sannleika kristindóms-
ins“. Ekki er hér Ijóst við hverja er átt,
en sr. Jón Helgason prédikaði í Dóm-
kirkjunni frá 1895-1908. Víst er um
það, að margir splritistar sögðu sig
snemma úr ríkiskirkjunni og gengú '
Fríkirkjuna.
Aðventistar, einkum Davíð Öst-
lund, veitast mjög að spíritisma á tru-
arlegum grundvelli, og er málga9n
hans „Frækomið" bókstaflega log'
andi af vandlætingu og aðvörunum '
mörg ár, þó aðallega árin 1905 og
1906. Einnig var heimatrúboðið mjög
andsnúið spíritistum. En ekki er
ætlunin að ræða hér um trúarlegu
hliðina, eins og áður var sagt -- er
þar ærið verkefni fyrir guðfræðinga