Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 55

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 55
fór í tenglsum við mót þetta. Sumir hinna erlendu gesta gátu aðeins haft hér mjög skamma viðdvöl, en allir fengu þeir þó nokkuð að ferðast um landið sunnan- og vestanvert. Daginn eftir mótslok, fóru þeir, sem enn voru hér, í Þjórsárdal, að Gullfossi og Geysi 99 síðan um Þingvelli til Reykjavíkur. A Þingvöllum buðu prófastshjónin, síra Eiríkur og frú Kristín, til mikillar veizlu, er kom sér vel, því að ferða- menn voru orðnir lystugir. Síðan var gengið til kirkju, og þar sagði síra Eiríkur frá stað og sögu og kom víða við, allt frá jarðsköpun. Var mál hans kyngimagnað, eins og gjarnan vill verða og hæfði umgjörðinni. Að kvöldi sama dags héldu finnsku konurnar enn tónleika í Háteigskirkju. ^ar fiutti síra Axel Torm einnig stutt svarp. Allir tónleikarnir voru um of illa sóttir, og fór þar margur á mis við góð- sr stundir. Svo óheppilega vildi til, að Þetta kvöld voru einnig tónleikar í ^ómkirkjunni í Reykjavík. Aður höfðu finnsku gestirnir haldið sanikomu í Neskirkju ásamt síra Leif ^lörenes. Það var á laugardags- kvöldi. Síra Flörenes er nú sóknar- Prestur í Sandefjord í Noregi. Hann ^ar um langt skeið formaður Norska Gyðingakristniboðsfélagsins. Þegar pie Hallesby, prófessor, kom til ís- 'ands haustið 1936 ásamt sex norsk- am stúdentum, sem frægt varð, var |-eif Flörenes þar í flokki. Hafði hann Pá nokkra viðdvöl á Akureyri og eign- aðist þar vini. Varð því að ráði, að hann faeri norður, enda var hann til Þess mjög fús. Predikaði hann við [Tessu í Akureyrarkirkju sunnudag- lr|n 24. september, og talaði á sam- komu í kristniboðshúsinu Zíon að kvöldi sama dags. Þá predikaði síra Alpo Hukka í Nes- kirkju sama sunnudag, en í Hall- grímskirkju predikaði síra Kvarme og síra Svend Erik Larsen í Selfoss- kirkju. Áformað hafði verið, að dr. Fjárstedt predikaði við messu í Hveragerði, en af því gat ekki orðið vegna fjarveru sóknarprests. Mánudaginn, 25. september, hélt Sæbö, prófessor, svo fyrirlestur sem gestur í Guðfræðideild Háskóla ís- lands. Mun þar hafa verið margt á- heyrenda. Það er varla ofsagt, að þessa fáu daga hafi völ verið óvenju mikils og athyglisverðs fróðleiks og forvitni- legrar umræðu um hið merkasta mál. Því er ekki að neita, að nokkrum von- brigðum olli, að ekki skyldu fleiri prestar og trúaðir leikmenn bera sig eftir þessu. En ekki tjóir um slíkt að fást, og enginn mælikvarði er slíkt tómlæti á málefnið né atfylgi Guðs. Þess skal að lokum getið, að 12. október sl. var stofnað félag í Reykja- vík, er ber heitið „Samtök um kristna boðun meðal Gyðinga". Þegar þetta er ritað eru félagar 24, en þar af er helmingur prestvígðir menn. Haldnir eru fundir mánaðarlega, og stefnir stjórn félagsins að því að kynna mál- efnið sem víðast í söfnuðum landsins á næstu mánuðum og árum, ef sam- vinna tekst við presta og safnaðar- stjórnir. G.ÓI.ÓL. 293

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.