Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 56

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 56
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI ARTICULI CHRISTIANAE DOCTRINAE Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: Lítúrgískt hlutverk safnaðar Guðsþjónusta er skipulögð lítúrgía við samfundi í nafni Jesú Krists. Slík samkoma fer oftast fram í kirkju. Þar er sérhverjum þátttakanda ætlað sér- stakt hlutverk. Allir viðstaddir eiga hér að leggja sitt af mörkum, til þess að bera fram lofgjörð til Guðs. Engan má undan skilja. Enginn er óvirkur sem meðlimur í þeim kristilega söfn- uði. „Hver hefir sitt.“ öllum er Ijóst hlutverk prests, með- hjálpara, hringjara, organista og kórs. En hvert er þá hlutverk safn- aðar? Það virðist oft næsta óljóst. Þó er honum tilskilin ærin þátttaka við evangelíska guðsþjónustu, ekki að- eins með nærveru sinni einni saman, því að enginn lofsyngur með þögn sinni, heldurmeð lifandi undirtektvið blessun, bæn og söng. Almennastur þáttur lítúrgíu er söngur. Sem lítúrgískur söngur er hann sungin lofgjörð, upphaflega aðeins einradda. Hann er andsvar við orði drottins. Þessvegna hlýtur gjörv- allur söfnuður að eiga þar aðild. Þög- ull söfnuður tekur ekki þátt í því lof- gjörðarembætti, sem skírðum mönn- 294 um er uppálagt. Lítúrgískur söngur án safnaðar er því óhugsanlegur sam- kvæmt evangelískri forsendu. Syngjandi maður birtist sem alls- herjarinntak eigin eðlis í samruna orðs og tóns. Við þesskonar tvítengsl sættast sál og andi og eiga sæla sam- leið. Hér brúast hinn hörmulegi klofn- ingur, sem fylgir innra lífi margra manna. Þar við bætist svo ennfremur, að líkaminn hefir veigamiklu hlutverki að gegna í mótun söngs. Við söng er því maðurinn starfandi með öllum kröftum anda, sálarog líkama. Fyrir guðsþjónustulíf er þetta mikil- vægt, þar sem þá vaknar spurning um sungna eða talaða lítúrgíu. Predikun er persónulegt framlag og talmál er því sjálfsagt. En þegar altarisþjónusta með bænagjörð ferfram, þáerprestur forbiðjandi og fulltrúi safnaðar; hann er í allri sinni veru standandi framm' fyrir drottni, auðsveipur þjónn hans eins og allir aðrir safnaðarmeðlimir- Þá er söngur viðurkvæmilegt tján- ingarform, en hann ertákn mannsins i allri sinni heild eins og hann er ávarpaður og tilkallaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.