Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 58

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 58
sækja messu og taka þátt í safnaðar- söng. Við tilkomu harmóníums og síðar orgels hefir hrakað þeirri til- hlökkun. Einræði orgels hefir lamað almennan söng við guðsþjónustu með flutningi á safnaðarlagi sem fjór- radda kórlagi. Þannig er kirkjusöngur ekki lengur alþýðusöngur, eins og siðbótarstefna upphaflega hafði ráð- gert og raunfært. Hlutverkaskiptin, kór í stað safnaðar, hafa ekki hvatt til batnandi kirkjusóknar. enginn telur sér ávinnining að vera dæmdur úr leik. Einhliða og alvaldur kórsöngur er misskilin lítúrgía. Kirkjukór er vissulega ómissandi liður lítúrgíu. Hlutverki hans er þá bezt borgið, er hann flytur listræna tónsmíð á réttum stað innan messu- skipunar, t.d. guðspjallamótettu í tengslum við ritningarlestur eða fórnarbæn (offertorium) á undan altarisgöngu. Af því leiðir, að kantor verður nauðsynlegri en organisti. Söngur en ekki hljóðfæri verður þá þungamiðja í öllu kirkjumúsíkstarfi. Með slíkri tilhögun spretta líka upp möguleikar til að innleiða kóralsöng með gregóríönsku sniði, klassískan lítúrgíu-söng. Safnaðarsöngur þarfnast einnig að- hlynningar. Með aukinni siðtækni hefir söngþörf hrakað. Margskonar hömlur hefta eðlilega sönglöngun, sem manninum þó er í innsta eðli sínu eiginleg. Því fylgir, að lagaforði er næsta knappur. Hinsvegar er Ijóst, að söfnuður er veigamesti aðili kirkjulegs söngs; og þessvegna verður syngjandi söfnuður að vera keppikefli númer eitt. Til þess að ná því takmarki er safnaðar-söngstund 296 óhjákvæmileg, ekki sem lexíubundin kennslustund, heldur sem hvetjandi leiðbeiningartími í flutningi texta og laga, því að sálmar geyma oft kristileg grundvallarsannindi og sálmalag get- ur verið lítið listaverk. Vissulega er söngur engin allra— meina-bót, en þó sú guðs gjöf, sem megnar að losa um margskonar höml- ur rfieð frjálsu útstreymi sálar, ef svo mætti segja. Hér er söngur líka sér- staklega þýðingarmikill vegna þess að hvorttveggja gerist í senn: orð er með- tekið og endurtjáð. Þess verður fljótt vart til eflingar kirkjulífi, ef allir kirkju- legir embættishafar eru syngjandi menn. Þá er þegar náð stórum áfanga að óskatakmarkinu syngjandi kirkja, sem byggist á lifandi lítúrgískri þát- töku allssafnaðar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.