Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 64

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 64
málin. Sýnilegt var, að áhugi manna varmikill. Á synodus árið 1892 var handbók- armálið enn til umræðu. Segir svo í Kirkjublaðinu um synodus: ,,Endurskoöun handbókarinnar var næsta málið á dagskrá. Biskup gaf yfirlit yfir undirtektir hjeraðsfund- anna í því máli, sem allar hnigu að þörf endurskoðunar. Úr sumum prófasts- dæmum voru enn ókomin nefndará- lit. Langítarlegast og rækilegast var nefndarálitið úrÁrnespróf.d., og voru höfundar að því sr. Valdimar Briem, sr. Sæmundur próf. Jónsson og sr. ísleifur Gíslason. Alllangar umræður urðu um málið. Auk bp. þeir Þórarinn próf. (Böðvarsson), lektor Helgi (Hálfdánarson), sr. Valdimar (Briem), sr. Jens (Pálsson), Guðmundur próf. Helgason o. fl. Þeir sr. Þórarinn og sr. Helgi töluðu í íhaldsstefnuna. Hinn síðari óskaði að fá aptur upp tekið ýmislegt úr hinum gömlu helgisiðum, sem skynsemistrú 18. aldarinnar sópaði burtu. Guðmundur próf. lagði áherzlu á það, að prestum og söfn- uðum gæfist kostur á að kynna sjer og kveða upp dóm sinn um hina end- urskoðuðu handbók, áður en hún yrði leidd í lög. Samþykkt var að kjósa 3 manna nefnd til aðstoðar biskupi við að und- irbúa málið undir synodus að sumri, og voru þeir kosnir, sr. Þórhallur, sr. Valdimar og sr. Helgi, lektor. í annan stað skýrði bp. frá undir- tektum viðv. fjölgun texta, og höfðu flestir hjeraðsfundir hneigst að fullu textafrelsi af prjedikunarstól, að und- anteknum hátíðum og bænadögum. Því máli var vísað til handbókarnefnd- arinnar.“ 8 Þannig hefur málinu þokað vel áfram á synodus, þótt enn hafi ekki allir héraðsfundir skilað áliti. Nefnd var kosin í málið og stefnt að því að handbókin komi út sem fyrst. Flestir virðast sammála í höfuðatriðum um, að verulegra breytinga sé þörf í frjáls- ræðisátt. Þá er eftirtektarvert, hve menn eru yfirleitt sammála um nauð- syn breytinga á skírnarformála og hjónavígsluformála. Einn í undirbúningsnefndinni er sr. Valdimar Briem, sem átt hafði mikinn þátt í hinu ýtarlega áliti þeirra Ár- nesinga. Kemur það ekki á óvart, enda má sjá af Hátíðasöngvum sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem út komu árið 1899, en texti þeirra er að mestu sam- hljóða við tillögu síra Valdimars, hve annt honum var um endurnýjun litúr- gísks messusöngs. Þá er fróðlegt að nefna, að í ályktun Húnvetninga kemur fram, að þeir álitu æskilegt ,,að taka upp í handbókina, úr ritúali ensku kirkjunnar, ritningar' greinar og bænir við greftrun fram- liðinna."9 Handbókarnefnd synodus frá 1892 virðist hafa starfað vel og rösklega; Helgi lektor Háldánarson andaðist i ársbyrjun 1894, en þá var verkinu svo langt komið, að ástæða þótti ekki vera til þess að velja nýjan mann í nefndina í hans stað. 8) Kirkjublaðið, 1892, 8. tbl., bls. 113-114- 9) Kirkjublaðið, 1892, 9. tbl., bls. 142. 302

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.