Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 75

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 75
undum þeirra alls ekki til hugar komið, að þær yrðu hafðar á þessum stað í guðsþjónustunni, því þannig mun messugjörðin hvorki byrjuð né enduð neins staðar á Þýzkalandi. Það var nýjung, sem hvergi var innleidd nema í löndum Dana, Danmörk, Nor- vegi og íslandi. Það er eitt, sem mælir ^neð þeim, og það er, að djákninn eða meðhjálparinn les þær upp eins og nokkurskonar fulltrúi safnaðarins. Safnaðarfólkið tekur á þann hátt ofur lítinn þátt í guðsþjónustunni. En sá þáttur er svo lítill og óverulegur, að hann mætti gjarnan falla burt. í flest- um söfnuðum flyturekki meðhjálpar- ien bænir þessar á þann hátt, að það sé til að auka guðræknistilfinning safnaðarins, heldur verður það miklu °ftar hið gagnstæða, fremur til að faela menn frá guðsþjónustunni, en til að laða menn að henni, fremur til að vekja hálf-gjört hneyksli í hjarta manns en til að kenna manni að biðj- ast fyrir. Reynslan er þessi hvervetna, Þar sem ég þekki til, og það kannast víst flestir við. Vér íslendingar erum í Þessu efni engin undantekning. Af Þessari ástæðu ættum vér helzt að haetta við þessar bænir og láta guðs- Þjónustuna byrja og enda hjá oss eins og í fornöld. Því að presturinn lesi þessar bænir sjálfur, eins og títt er í ísl. kikjunni hér í Ameríku, hefur ymsa annmarka og frá tíðagjörðar- legu (lítúrgisku) sjónarmiði er það °heppiiegt. Vér fjarlægjumst með því móti ofurlítið dönsku kirkjuna, en nálgumst þeim mun meir hina al- mennu kristnu kirkju. þegar presturinn að lokinni prédik- Un á að biðja, stendur í frumvarpinu: ,,þá les hann þessa bæn.“ Mikið dæmalaust er þetta les hann óhaf- andi; en það er komið svo inn í huga vorn íslendinga, að vér álítum það vera gott og gilt. Það heitir ekki lengur að flytja bæn eða bera fram bæn eða biðja bæn, heldur aðeins að lesa bæn. Alveg eins, þegar presturinn berfram bæn frá eigin brjósti og les öldungis ekki, þá heitir það líka að lesa bæn. Svona er sagt frá því í mörgum kirkju- legum fundargjörningi: „presturinn las bæn,“ þegar hann bað frá eigin brjósti. íslenzkir prestar eru svo lengi búnir að lesa bænir, að það er komið út úr höfðinu á heilli þjóð, að þeir eigi að flytja bænir, biðja, tala út úr hjarta sínu, hvort sem þeir hafa nú bókina fyrir sér eða ekki. Látum ekki hand- bókina hjálpa til að halda þessu ó- heppilega orðatiltæki við. Hún ætti heldur að hjálpa til að afnema það og minna prestana á að hafa bænirnar um hönd sem bænir. Svo kemur bænin sjálf. Það er hin svonefnda almenna kirkjubæn. Á þá bæn hefur verið lögð sérstök áhezla í öllum kristnum kirkjudeildum og hún þess vegna látin vera lang-lengst og fullkomnust allra hinna fastákveðnu bæna. Um þessa almennu bæn kirkju vorrar er það að segja, að hún er allra slíkra bæna lang-fátæklegust, sem ég þekki, og hef ég þó verið að kynna mér þetta eftir föngum. Allar almennar kirkjubænir hafa verið samdar eftir föstum reglum: 1. bæn fyrir allri kristninni og kirkjunni. 2. bæn um rétta meðferð náðarmeðalanna, um frið og kyrrlátt líf í guðsótta og sið- semi.3. bænfyrirandlegumogverald- legum yfirvöldum, sjúkum og sorg- 313

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.