Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 80

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 80
gleyma, upp á hvað þeir voru skírðir og fermdir. Kristinn söfnuður á stöð- ugt að vera að játa trú sína, til þess fyrst og fremst sjálfur að styrkjast í trúnni og þar næst til að draga aðra inn í kirkjuna. Það er enginn vafi á því, að íslenzka kirkjan þarf að fara að játa trú sína betur en hún hefur gjört og halda þeirri játning betur á loft en hingað til. Þessu hefur líka verið hreyft í sumar á synódus, og eftir því sem séð verður, hefur það verið sam- þykkt, að lesa mætti trúarjátning af prédikunarstól. íslenzkum prestum hefur verið gefið leyfi til þess, svo hér eftir mega þeir það, án þess að gjöra sig seka um nokkur afglöp. Þetta er þannig haft sumstaðar í Danmörk, og það er sú danska fyrirmynd, sem menn hafa haft í huga, þegar þetta var samþykkt. En trúarjátning vor á að vera borin fram á eftir guðspjalli, sem svar safnaðarins upp á náðar- boðskapinn, meðan presturinn stendur fyrir altari; gjörir söfn- uðurinn það annaðhvort syngjandi eða með vanalegum málróm, þannig, að allir bera orðin fram í einu hver með öðrum, eða þá presturinn gjörir það í safnaðarins stað. Sé trúarjátn- ingin borin fram af prédikunarstól, verður það hann, sem persónulega ber fram játning sína, eins og ræðan, sem hann flytur, er persónulegur vitnisburður um frelsarann frá eigin brjósti hans. Þriðja atriðið er hin almenna safn- aðarbæn, Það eyfi, sem vér eigum eftir af henni, er eiginlega sama sem ekki neitt. Það er nokkurn veginn al- veg komið út úr meðvitund íslenzks kirkjulýðs, að guðs hús sé bænahús, 318 að söfnuðurinn komi þangað aðallega til að biðjast fyrir. Þá meðvitund þarf að vekja aftur til lífs með öllu móti. Fögur og fullkomin safnaðarbsen, sem þá ætti að vera borin fram af prestinum, standandi fyrir altari, mundi gjöra sitt til að kenna rnönnum að biðjast fyrir í kirkjunni, og er það stórmikið atriði, sem aldrei hefurverið lögðofmikiláherzlaá. Drottinn hefur leitt þessa hreyfing til endurbóta á tíðareglum inn í hið íslenzka kirkjulíf. Hún hefur borist eins og aðrar heyfingar berast til vor þaðan, sem meira fjör er í hugsunum og framkvæmdum en hjá oss og um- fram alt meiri áhugi á velferðarrná'um kirkjunnar og kristindómsins. Þótt oss kunni nú að sýnast, að hún hafi til vor komið helzt til snemma, áður en lífið sjálft er vaknað, sem öll form verða dauð og þýðingarlaus án, ættu allir vinir kirkju vorrar að sýna henni raskt og velvild og hugsa sem svo: Hún er frá guði komin. Hver veit nema hreyf' ing þessi geti orðið verkfæri í hendi drottins til að vinna eitthvert krafta- verk og vekja til lífsins eitthvað, sem sefur, ef þeir, sem honum vilja þjóna af einlægu hjarta, leitast við af öllu afli að beina henni inn í heppilegan farveg- Það er of snemmt enn að gefa hand- bókina út í endurbættri mynd. Menn eru ekki búnir að átta sig, fara nú fyrs að gefa því ofurlítinn gaum. Það Iig9ur heldur ekkert á. Því ekki bíða nokkur ár enn og ræða málið smám saman i hinum kirkjulegu tímaritum og láta Þ ■ sem til þess kunna að finna köllun, afla sér meiri þekkingar? Það er tvennt í þessu samban ^ sem allir kirkjulegir leiðtogar þyrftu a

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.