Alþýðublaðið - 14.05.1923, Síða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1923, Síða 4
ALfr'g’ÐUB LABIB 4 Eriend símskejti. Khöfn, ii. maí. SeíiAiherra myrtnr. Frá Lausanne er sírnað: Fyrr- verandi foringi úr her keisara- stjórnarinnar rússnesku myrti í gær Vorovski, sendiherra ráð- stjórnarinnar rússnesku í Róma- borg, er farið hafði til Lausanne til þess að fylgjast með mála- meðterð ráðstefnunnar, en var ekki opinberlega þátttakandi í henni og naut því ekki verndar svissnesku stjórnarinnar. Morðið er talið að vera persónuleg hefnd. Tveir menn, er voru í fyigd með sendiherranum, særðust, og var annar þeirra blaðafulltrúi ráð- stjórnarinnar í Berlín. Morðtilrann. Frá París er símað: Konung- sinnaður óaldarflokkur reyndi í gær að myrða Caillaux, fyrrum forsætisráðherra, í Toulouse. Khöfn, 13. maí. Virki springur í loft upp. Frá Kristjaníu er símað, að virkið að Kristjánssteini sé sprungið í loít upp, og hafi nokkrir menn við það beðið bana, en margir særst. Morðið á Vorovski. Frá Lausanne er símað: Sviss- neska stjórnin hefir tjáð ráð- stjórninni rússnesku, að hún harmi morðið á sendiherranum, en neitar að taka á sig ábyrgð á því, þar eð það hafi verið framið af persónulegum hefndar- ástæðum. Lík Vorovskis hefir verið sent til Moskva. Sjúmennii’Dir. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) ísafirði, 12. maí. Tökum salt á ísafirði. Fiskað 110 tn. Lsður ágætlega. Komum heim fyrir hvítasunnuna. Biðjum blaðið flytja kveðju til vanda- manna og vina. Hásetar á e.s. Oylfa. Handbók bænda fyrir árið 1928. Svo heitir lítið kver, sem Einar Jóhannsson búfræðingur hefir gefið út. £r* í þvf ýmiss konar fróðleikur, sem bændum er nauðsyniegur, svo sem um etnasamsetningu húsdýra- og köfunarefnisáburðar, um notkun áburðar, um ræktun fóðurrófna og jarðeplá, um efnasamsetning fóðurtegunda og næringargildi, um meðgöngutíma, um fóður- blöndun o. s. frv. ÍÞað, sem helzt mætti finna að kverinu, er það, hvað það er stutt, en efnið virð- ist mjög vei valið, það sem það nær. Vonandi verður áframhald á útgáfuþessarar handbókarbænda og getur hún þá sennilega orðið stærri næsta ár. Ó. Umdaginnogveginn. FjOgur lomb bar fyrir skömmu hér í bænum ær, eign Guðm. Jónssonar múrara á Bókhlöðustíg. Bragi, flóabátur Vestfirðinga, lenti í illviðrinh um fyrri helgi í talsverðum hrakningum. Varð hann að fara íyrir alla Vest- fjörðu að leita skjóls, en á Húnaflóa var hann, er veðrið féll á, og náði hann eigi í hlé fyrr en undir Látrábjargi. Ekki er þess gotið, að þessir hrakn- ingar hafi orðið neinum að heilsu- eða fjörtjóni. (jfuðm. II. Ólafssou úr Grinda- vík, kennari, er í vetur hefir verið við kenslu á Hesteyri og í Áðalvík, kom að vestan á föstudáginn var með >Lagárfossi<. , David 0stlund fór aftur héðan til Svíþjóðar með Sírfusi á föstu- dagskvöldið, er var. Sjálfsagt hefir koma hans hingað orðið til þess að ýtá dálftið við templ- urum og bannmönum hér, enda í happdræítí sjúkrasjéös st. Skjaldbreið hafa komið upp þessi númer: Kaffidúkur...........nr. 1413 Sófapúði ....... — 1336 Þyrnar í skr'Butbandi — 764 Vinninganna sé vitjað til Engiib. Siguiðard. Baldursgötu 16. Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið erui og hvert sem þið farið! „Söngvar jafnaðarmanna“ eru bók,- sem enginn alþýðu- maður má án vera (verð 50 au.). Fæst f Sveinabókbandinu Lwuga- vegi 170g á afgr. Alþýðublaðsins. Baldjringarefni, Upphlntsborðar oglínlppliugar fæst á Vatnsstíg 4. Stilt og góð stúlka óskast tii að sjá um lítið heimiii um tíma. Upplýsingar Skólavörðustíg 15 A. mun þar ekki hafa verið van- þörf á. 200 malins eða fleira er sagt að beðið hafi í Vestmannaeyjum eftir ab fá far mað Esju til Aust- fjarða, er hún fór suður um lánd á íaugardagsnóttina. Fisldskipln. Af veiðum komu á laugardág og í gær Skúli tógeti, Otur, Leifur heppni, Kári Söí- mundarson, Austri og Hilmir. Ilöfðu sumir þeir fengið særni- legan afla, en hjá flestum er’ hann rýr nú. Vefíiaðarsýnlng ar þessa dag- ana í búsi Listvinaiélágsins og verður hún opin fram yfir hvíta- sunnu. Sýninguna heldur Karó- lína Guðmundardóttir. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halibjörn Halidórsson. Preutsmiðjá Hállgríms Bciisdiktsaonar, Bergstaðastrzetl iq,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.