Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 3

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 3
FRAMTIÐIN 83 BARA EITT CENT. Ykkur finst, börn! að eitt cent vera lítið. Og ef þið eruð beðin að gera eitthvað fyrir eítt cent, þá viljið þið ekki gera það, af því það sé svo lítil borgun — bara eitt cent. Og það getur verið satt, að eitt cent er lítil borgun; en stundmn kemur það sér vel að liafa þegið litlu borgunina. Jeg sk«1 seg.ia vkkur ofur-litla sögu um það: Haraldur hét maður. Hann var smiður og átti smíðaskemmu úti á landi. Einu sinni bitti liann litla frændur sína tvo, Jón og Jens, úti í lilöðu. Þeir voru að leika sér við tamdar dúfur. “Heyrið, drengir!” kallaði liann til þeirra. “Smíða skemman mín adti að sópast á bverju kveldi. Hver ykkar vill taka það að sér? Jeg skal borga eitt cent fyrir að sópa bana í hvert sinn.” “Bara eitt cent?” sagði Jón. “Hver vill vinna fyrir einu centi!” “Jeg skal gera það?” sagði þá Jens. Á bverju kveldi, þegar Haraldur frændi lians var búinn að ljúka dagsverki sínu, kom Jens litli með gamlan sóp og sópaði skemmuna. Einu sinni fór Haraldur til bæj- ar, og tók frændur sína með sér. Á meðan liann var að kaupa sér efni- við, fóru þeir inn í búð, þar sem leikföng voru seld. “Nei! sko flugdrekana þá arna,” sagði Jón. “Eru þeir ekki falleg- ir? ó! jeg vildi að jeg gæti keypt einn þeirra.” “Þeir kösta bara tíu cent,” sagði maðurinn, sem seldi þá. “Jeg á ekki eitt cent,” sagði Jón. “Jeg iief fimtíu cent,” sagði Jens. “Hvernig liefur þú eignast fim- tíu cent?” spurði Jón liann. “Fyrir að sópa skemmuna,” sagði Jens. Bara eitt cent var orðið að fimtíu centum. Og nú var lionn maður til þess að kaupa fallega drekann. En -lón, sem þótti of lítið að vinna fyr- ir einu centi, átti ekkert cent, og gat ekkert keypt. ./ HLÍÐINN DRENGUR. Jeg las fallega sögu af litlum dreng, sem var að leika sér með stærri dreng við ofur-litla tjörn að því að sigla bát á tjörninni. Nú skal jeg segja ykkur, börn litlu! söguna. Hún er ó þessa leið: Báturinn þeirra, drengjanna,var kominn nokkuð út á tjörnina. Stóri drengurinn sagði þn við liinn yngri: “Farðu, Ivobbi! út í og sæktu bátinn! Vatnið er bara upp í mjóalegg. Og jeg er biiinn að fara’ svo oft út í, til þess að sækja lrann.” “Jeg þori það ekki,” sagði Jak- ob litli. “Jeg skal bera bann fyrir þig alla leið lieim til þín; en jeg get ekki farið út í, því bún bannaði mér það.” “Hún bver ” “Hún mamma mín,” sagði Jak- ob í lágum róm. “Mamma þín! Hún sem er dá- in! Hvaða vitleysa er þetta?” sagði stóri drengurinn. “Já. Það var áður en bún dó. Við Grímsi fórum liingað oft með bátana okkar, til þess að sigla þeim. En bún lofaði okkur aldrei að fara nema við hefðum nóg af

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.