Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 4

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 4
84 F E AM Tr í Ð-1 N spottum, tjl þess að draga þá að landi með. Jeg ev ekld hræddur. I>ú vei.st það. En hún vildi ekki að jeg gerði það, og mér er ómögu- Íegt að gera það.” Var betta ekki fallegur drengur, sem gat ekki fengið sig til þess að óhlvðnast henni mömmu sinni, ekki einu sinni þegar hún var dáin ? TVÆR MÆÐUR. Ilorfið á myndina. Er liún ekki falieg? Sjáið hryssuna með fol- aldið sitt. Þau eru bæði falleg. Hvað lienni er ant um það! Ilún ætlar sér að passa upp a það; enda er það “krakkinn” hennar. En sjáið nú Hka móðurina með barnið sitt! Sjáið hvernig hún heldur í það! Hún þorir ekki að sleppa af því hendinni. Það vill fara til fol- aldsins og gefa því blóm. Og mamma þess vill, að það læri að vera gott við skepnurnar, og læri að gefa . En hún þarf að passa það. Það má engin hætta komast að því. En svo megum við ekki gleyma hundinum, sem þarna stendur. Hann vill líka passa upp á litlu stúlkuna. Þau hafa leikið sér saman, og eru mestu vinir. Og svo skulum við líka horfa á fallegu trén og alla baksýn myndarinnar. En við erum ekki búin að skilja myndina, þó að við tökum eftir öllú þessu. Við þurfum um fram alt að sjá það, sém myndin a að sýna. Það er það einmitt, sem gerir hana svo fallega. Hvað á hún þá að ftýim í Takið eftir! Hun á að sjýna það, sem fallegast er og dýrðJegast í lieim- inum af öllu því, sem mönnunum lieyrir til, og skepnunum líka. Hvað ætíi það sé? Lítii börn sjá það ekld að vísu, fyr en þeim hefur verið bent á það. Má vera, að þau finrd ósjálfnitt til þess saint. Eldri börn eru líklegri til þess að sjá það. En fulíorðið fólk sér það undir eins. Það segir, þegar það horfir á myndina: “Þarna er sýnd móðurást.” Það er nauðsynlegt fyrir ykkur, börn, að ykkur sé sýnd liún og að þið finnið sem best til þess hvað mikið þið eigið henni upp að unna; því ykkur hættir við að gá ekki að því fyr en seinna — kannske þegar mamrna er dáin. Þið vaxið upp eins og undir væng móðurástarinnar. Hún vef- ur sig um ykkur. Breiðir sig yfir ykkur. Hjálpar ykkur. Hlífir ykk- ur. Hún er frá guði, til þess að ykkur skuli líða vel. Þið eigið að þakka guði fyrir hana mömmu ykkar. Og þið eigið að muna, að vera góð við hana. Við höfum ekki að eins gott af móðurástinni á meðan við erum börn, heldur alla æfi okkar. Hún er eins og vængur guðs engils yfir okkur Jífið alt til enda. Og túarg- ur er: sá maður, sem vilst hefur og spilst, og orðið hefur að vondum manni, en sem endurminningarnar um móðurástina hefur vakið, og leitað Jiefur svo - til drottins og fundið kærleika hans í Jesú Eristi. Horfið nú vel á myndina, svó að Jnín minni ykkur sem allra best á' móður-ástina.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.