Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 10

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 10
90 FRAMTÍÐIN Manitoba-fylkis, sem þá var ný- myndað. En stærsta vérk hans fyrir þetta ltind liggur eflaust í því, að hann vann að því með oddi og egg að fá Canada Kyrrahafs- járnbrautina bygða. Margir töldu það óráð að leggja járnbraut frá hafi til hafs þvert yfir óbygðar eyðisléttur vesturlandsins. En með þreki sínu og þolgæði fékk hann komið þessu í framkvæmd — og sú framkvæmd varð til þess, að vest- urkmdið tók að byggjast fyrir al- vöru. Hann hafði trú á framtíð þessa lands, og sú trú reyndist ekki bygð á sandi. Englands-stjórn liefur sýnt það í verki, að hún kann að meta verk hans og mannkosti. Hann var gerð- ur að lávárði árið 1897, en riddari Mikaels’ og Georgs orðunnar liáfði hann verið í mörg ár áður. Hvað getið þið nú, unglingarnir, lært af Strathcona lávarði! Hann vann fyrir ókomna tíð. Það eigið þið að gera. Hann byrjaði neðar- íega. Látið ekki liugfallast, þó þið komist ekki upp á fjallið undir eins. Hann sýndi forsjálni, þrek og Ijúfmensku. Það eru mannkost- ir, sem hver maður þarf að temja sér. G. G. FRANZ SCHUBERT. ÞaS er sagt, aö af öllum tónskáldum 19. aldarinnar, hafi enginn orSiS kunn- u&r> og frægari en Franz Schubert, nema ef til vill Beethoven einn. Gáfur hans og snilli sem kompónista voru óviðjafnanleg, og það, sem hann afkastaði á hinni stuttu æfi sinni — hann varö ekki nema þrítug- ur — er svo mikið, bæöi aö vöxtum og innihaldi, að undrum sætir. Franz Pétur Schubert, söngva- og hljóð- færa kompónisti, var fæddur í þorpi einu nálægt Vinarborg 31. Janúar 1797. For- eldrar háns voru bláfátækir og Franz einn af 19 systkinum. Foreldrarn-ir reyndu eftir því sem hægt var, að veita börnunum almenna alþýöuskóla-mentun, en umfram þaö fékk Franz snemma tilsögn í aö spila á fíólín og eldri bróöir hans einn kendi honum aö spila á píanó. Hann var ekki lengi aö fljúga fram hjá kennurum sínum, og eins fór, þegar faöirinn kom honum til söngkennarans í þorpinu; kennarinn varö aö gefast upp og hætta viö lærisveininn, sem fljótt varð betur aö sér en hann sjálf- ur. Hin fagra söngrödd drengsins vakti svo mikla eftirtekt, aö hann n ára gam- all var tekinn inn í skóla, þar sem söngv- arar voru æföir til þess síðan aö syngja viö keisarahiröina. Þaö varð mikiö upp- þot meðal drengjanna, sem fyrir voru í skólanum, þegar Franz kom í hópinn, því hann var ekki einasta sár-fátæídega til fara, heldu líka ófríöur mjög í andliti, stuttur og digur, klunnalegur og ókurteis í framkomu, og ákaflega nærsýnn. En ]iaö lækkaði bráöum í þeim, því Franz var óöar tekinn inn í orkestra, meö eldri stú- dentum skólans, og naut ]ieirrar óvanalegu sæmdar, að þar voru spilaðar kompósisjón- ir hans, sem enn þá ekki var nema stálpað barn. Lifið i skólanum var alt annaö en þægi- legt. Piltarnir voru undir ströngum aga, fæðiö var af skornum skamti, æfingartím- arnir voru langir og dauflegir fyrir hinn bráöþroska dreng, og þar á bættist, aö æfingar voru hafðar um hönd í köldum herbergjum á veturna. Þaö er enn til bréf frá Schubert, þar sem hann viðkvæmnis- lega biör eldra bróöur sinn um fáeina sklldinga til aö geta satt hungur sitt, og tilfærir ritningarstað til þcss aö leggja á- herslu á bænina. Sultur var þaö, sem liann mest kvartaði um í skólanuin, og svo nótnapappírsleysi. En einn af eldri meö- lærisveinum hans, sem hét Schober, og sem ekki var útaf eins fátækur, bætti nokkuð úr þeirri þörf. Þessi Schober reyndist seinna aö vera skáld, og þeir Schubert voru síðan alla æfi vinir. Schubert kompóneraði nú óaflátanlega, seinni árin á skólanum. Hann dagsetti ná- kvæmlega hvert einasta handrit og skrifaði nafniö sitt undir, aö öörum kosti mundu menn nú ekki trúa því, aö einn og sami maður heföi getað framleitt annaö eins ó-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.