Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 12

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 12
92 FRAMTIÐIN kenna músík á þessjim árum, vita menn ekki me'ö vissu. Hann sókti um stööu hvað eftir annað, en fékk ekki neitt til staðaldurs, þangað til sumarið 1818, að hann þáði stöðu sem músík-kennari hjá greifa einum, Esterhazy að nafni. Þó að hann hefði ekki há laun við þetta starf, ])á átti liann þó heimili á rneðan, á veturna í Vínarborg og á sumrin i Ungverjalandi fHungar y). Meðan familían var í Ungverjalandi er sagt að Schubert hafi orðið ástfanginn i einni af námsmeyjum sínum, dóttur greif- ans, sem hét Carolina. En menn hafa ekkert þessu til stuðnings nema eitt atvik, sem ef til vill hefur ekkert haft að þýða. Carolina spurði hann einu sinni, ]iví hann aldrei hefði tilcinkað sér neinn söng, af öllu ])ví, sem hann kompóneraði þar í hús- inu. Schubert svaraði: “Hví skyldi jeg gera það ? Það er alt tileinkað yður hvort sem er.’’ Að dæma eftir bréfum hans til kunningjanna, hefur honum þó líklega þótt miklu vrenna um eldastúlKuna og ann- að vinnufólk í húsinu, en greifadótturina. Schubert var aldrei mikið hrifinn af kven- fólki; menn vita ekki til, að honum liafi þótt verulega vænt um neina stúlku, né neinni stúlku um hann, eins ógirnilegur að útliti og hann var. Hann var lítill maður, lítið eitt yfir fimm fet á hæo, Kubbslegur i vexti, með feita, stutta liandleggi og svo stutta finpur, að hann gat ekki einu sinni spilað margt af því, sem hann sjálfur skrifaði. Hann hafði ljótan andlitslit, upp- brett lítið nef. Nærsýnn var hann og skildi aldrei við sig gleraugun, ekki einu sinni í rúminu. Auk Jjess var hann feiminn inn- an um ókunnuga og afkáralegur í fram- göngu, en kátínan sjálf var hann i sinn eigin hóp. Schubert varð rneir en feginn aö kornast aftur í glaðværðina í Vínarborg. Það litla, sem hann átti af peningum, var bráð- um farið á kaffihúsum og bjórholum, og ósjaldan kom hann heim um miðjar nætur meö hinum hávaðasömu stallbræðrum sín- um, allir valtir á fótum og með tóma vasa. En nú fór Schubert að selja ritverk sín, ])ó fyrir óheyrilega lágt verð. Hann lét stundum í burtu heilar syrpur af söngvum og hljóðfæra-músik nærri fyrir hvað lítið sem var, og oft á seinni árunum var hann búinn að veðsetja forleggjara einum fyrir fram söngrit, sem höfðu kostað margra mánaða vinnu. Þegar hann fékk peninga, var þeim samstundis eytt méð kunningjun- um. Einu sinni eftir sultar-tímabil eitt fékk hann það, sem í hans augum var stór- peninga upphæð, fyrir safn af söngvum, en hann eyddi því nærri öllu með því að taka vinahópinn með sér til að hlusta á frægan víólínista, og sneri síðan heirn aft- ur allslaus eins og áður. Schubert var alla æfi sina i kveljandi fátækt, bæði fyrir óreglu sína og óheppni. Árið 1824 var honum falið á hendur að skrifa dramatikst söngverk fyrir hirðléik- húsið í Vínarborg; ])að er það stærsta af sinni tegund, sem til er eftir Schubert, og heitir Fierabras; en ])ví var hafnað vegna galla á textanunl. í annað sinn, áriö 1826, lá við sjálft að búið væri að veita honum embætti sem Ieiðara eða “conductor” við sama leikhúsið, og hann var beðinn að kompónera eitthvað til sönnunar um hæfi- leika hans fyrir stöðuna. Þá reyndist sumt af því, sem aðal söngkonan ('Prima Donnaý átti að syngja, að vera of erfitt fyr'r rödd hennar, og Schubert var beðinn að breyta þessu. “Jeg 'breyti engu,” sagði hann, hlustaöi ekki á neinar ráðleggingar og misti fyrir ])að af hinni eftirresktu stöðu. _ Mótlæti og fátækt áttu mikinn ])átt í því, að Schubert hvað eftir annað lágðist veik- ur, og seint-í Október 1828 fékk hann alt í einu óráð, þar sem hanh sat að máltíð i veitingahúsinu, ])ar sem hann hafðist við; vinir hans héldu hann ekki mjög veikan, þó að þetta væru hans síðustu stundir. Næstu dagana sat liann einmana í rúmi sínu, í sinni aumkvunarverðu fátækt, og var að lesa prófarkir. Honum þyngdi nú óðum, og loksins komust menn að ])vi, að það var taugaveiki, sem að honum gekk, sami sjúkdómurinn, sem hafði kipt hinum fræga Mozart burtu á ungum aldri, óg undir líkum aumum lífskjörum. í óráðinu var sjúklingurinn oft að' tala um Beethov- en, en hann hafði verið blysberi viö jarð- arför Beethovens skömmum tífna á undan. Þegar hann kom heim frá þeirri jarðar- -för, hafði hann og vinir hans farið inn i veitingahús, og samkvæmt venju þeirra á meðal drukkið glas af víni í mirinifígu hins látna. Síðan drakk Schubert annað glas í minningu hins næsta söngfræðings, sem

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.